fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins til sölu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. maí 2020 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt glæsilegasta sumarhús landsins er til sölu. Húsið er 184 fermetrar að stærð og stendur á 15.400 fermetra eignalóð. Á skipulagi hússins er gert ráð fyrir 200 m2 hesthúsi eða skemmu.

Eignin er skráð einbýlishús og er á Borgarbraut 4, Hellu. Brunabótamat hússins er 68,9 milljónir en eigendur hússins óska eftir tilboði. 

Eignin skiptist í hús á tveimur hæðum, gestahús, anddyri sem tengir húsin saman og tvö góð smáhýsi með rafmagni og hita.

Alls eru fjögur baðherbergi, tvö í húsinu, eitt í gestahúsinu og eitt í öðru smáhýsinu á pallinum. Það eru þrjú svefnherbergi, tvö stór á efri hæðinni og eitt á neðri hæð.

Það er 94 fermetra verönd með heitum potti og útsýni alla leið til Vestmannaeyja. Þessi eign er öll hin glæsilegasta og möguleiki á að kaupa hana með húsbúnaði að mestu. Frá því að núverandi eigendur tóku við húsinu hafa þau tekið eignina að mestu í gegn einnig klæddu þau bæði húsin með timburklæðningu að utan og einangruðu með steinull.

Eigendur lögðu mikið í eignina til að bjóða upp á lúxus og eru öll rúm nýleg og vönduð gisting fyrir allt að sautján manns.

Sjáðu myndirnar af glæsihýsinu.

                          

                     

Þú getur lesið nánar um eignina á vef Lind fasteignasölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar