fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Fasteign dagsins: Draumahús allra Púllara – „Mikil orka í rýminu“

Fókus
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fasteignasalan M2 auglýsir nú til sölu líklega draumahús hvers stuðningsmanns Liverpool. Íbúðin stendur við Aðalstræti á Patreksfirði og kostar litlar 16 milljónir. Það hlýtur að teljast gjöf en ekki gjald í ljósi þess að öll húsgögn fylgja með.

Af myndum að dæma hefur fyrri eigandi verið mikill Púllari og mögulega kaþólskur en mynd af páfanum má sjá í svefnherberginu.  Pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson vakti athygli á íbúðinni á Twitter í gær en þar skrifaði hann: „Þessi er til sölu. Mikil orka í rýminu.“

Ein kona spyr hann í athugasemdum hvort hann sé að selja húsið sitt og því svarar Hrafn: „Ég vakna á hverjum morgni með neongræna-depla fyrir augunum og hef aldrei verið betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“

Eva Ruza plataði Sigga sinn upp úr skónum – „Risaeðlan mín er hræðilegur að horfa á fréttir“