fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Bullandi stemning fyrir bjórhátíðinni á KEX

Vilja koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin árlega bjórhátíð hófst á KEX hostel í gær, fimmtudag, en hátíðin stendur til klukkan ellefu á laugardagskvöld.

Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram.

Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum ásamt erlendum brugghúsum og hefur fjöldinn aldrei verið meiri en í ár. Þar má meðal annars nefna Austra, Beljanda, Jón Ríka, Lady Brewery, Malbygg, Mono, Öldur, Ölverk, ÖR Brewing Project og Ægisgarð en allt eru þetta ný brugghús sem hafa ekki tekið þátt áður. Á hátíðinni er boðið upp á bjórvænan mat og fjölbreytt tónlistaratriði í þrjá daga en meðal flytjenda eru til dæmis Margrét Erla Maack frá Reykjavík Kabarett, Emmsjé Gauti og Prins Póló.

Efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu

Tilgangur hinnar Íslensku bjórhátíðar er að efla og ýta undir innlenda og erlenda bjórmenningu, stuðla að bættari drykkjuháttum Íslendinga og efla fræðslu almennings á framleiðslu og kynningu á handverksbjór úr hágæða hráefni. Bjórhátíðin hefur það einnig að markmiði sínu að tengja bjór beint við mat og hvers konar matargerð þar sem þessi tvö hugtök eru náskyld og eiga vel saman.

Í fréttatilkynningu segir að hátíðinni hafi vaxið fiskur um hrygg síðustu árin en eitt af markmiðum hennar er að koma Reykjavík í undirmeðvitund alþjóðlegs bjóráhugafólks og bruggara um allan heim á komandi árum.

Miðasala hefur gengur vel og eru örfáir miðar til á slóðinni: http://www.kexland.is/beer-festival-2017/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“