fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Neikvæðni í netheimum og ketheimum

Rafvirkinn sem tæmdi heita pottinn með röfli

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru alls konar týpur til í heiminum en flestum má líklegast skipta í tvo flokka. Önnur týpan er sú sem sér glasið alltaf hálf fullt, hinni finnst eins og það sé alltaf hálf tómt. Samt vitum við að í raun er hvorugt rétt. Það er bara ákveðið magn í þessu glasi en viðhorf þín segja til um hvort þér finnst magnið mikið eða lítið.

Raunsæismenn og rómantíkusar.
Konur og karlar.
Jin og jang.

Stundum finnst mér eins og vinstrisinnað fólk haldi oftar á hálftómu glasi. Finnist allt frekar ómögulegt. Kvarta og kveina. Þá aðallega yfir hægrisinnuðu fólki sem þeysir ofur peppað fram veginn. Gobbiddigobb … Og hægrisinnaða fólkið, er það stundum fáránlega bjartsýnt? Veruleikafirrt? Kannski stundum?

Ég veit bara að það er ekki gaman að taka þátt í selskap þar sem fólk röflar og tuðar yfir því hvað lífið er vonlaust og ömurlegt. Hvorki í netheimum né ketheimum. Samfélagsmiðlar eru ekkert öðruvísi en venjuleg partí. Þið standið í eldhúsinu, skálið í freyðivíni og inn kemur frændinn sem hatar lífið. Ef það væri hægt að „blokkera“ hann þá myndi maður gera það en í staðinn laumar fólk sér bara út úr eldhúsinu.

Ég var í heita pottinum í Vesturbæjarlauginni að rabba við nágranna mína um kvikmyndina Undir trénu og sitthvað fleira skemmtilegt. Þetta var notaleg stund þar til frekar lifaður gamall rafvirki mætti til leiks og fór að röfla um hvað nútíminn væri hræðilegur. Allt svo ömurlegt á Íslandi. Annað en hérna áður fyrr. Ha? Ha?

Karlinn talaði hátt og sperrti sig upp í pottinum meðan hann lét dæluna ganga. Ríkisstjórnin, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, tollarnir, menntakerfið … honum fannst þetta allt saman endalaust rotið og ömurlegt.
Líklegast þótti honum líka allt of lítið vatn í pottinum. Hálftómur bara. Ég komst ekki að því, vegna þess að auðvitað tæmdist potturinn þegar við flúðum rafvirkjann röflandi.

Ætli ég sé ekki bara svolítið sammála prófessor Altúngu sem ráðlagði Birtingi með þessum orðum: „Maður á að segja að allt sé í allra besta lagi.“

Lauflétt veruleikafirring er nefnilega mikið skemmtilegri en röflið, svo lengi sem maður nær að rækta garðinn sinn þokkalega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli