

„Ég er svo djúp þakklát fyrir gleðina, sorgina og allar þær mögnuðu tilfinningar og upplifanir sem einkenndu þetta ár,“ sagði hún og bætti við:
„Ég er svo innilega tilbúin að brenna það og kveðja og þakka fyrir þann djúpa lærdóm sem ég öðlaðist og get ekki beðið eftir að þiggja allar þær gjafir, reynslur og ævintýri sem næsta ár hefur uppá að bjóða!“
Þórunn lærði ýmsar lexíur á árinu.
„Ég lærði að hlusta betur á innsæið og elska fólkið mitt ennþá heitar. Börnin mín, Fjölskylda og vinir mínir. Þið eruð mér allt. Megi þið öll eiga farsælt komandi ár.“
Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram