fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Fókus
Mánudaginn 5. janúar 2026 12:30

Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir opnar sig um erfitt ár. Hún er búsett í Katar með eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Aroni Einari Gunnarssyni, og sonum þeirra þremur.

„2025 var ekki árið þar sem ég náði öllum markmiðum mínum, það var árið sem ég fylltist auðmýkt,“ segir Kristbjörg.

Hún segir að hún hafi upplifað sig týnda og eftir á, hún hafi reynt of mikið á sig að vera til staðar fyrir alla en gleymdi sjálfri sér í leiðinni. „Og suma daga kannaðist ég varla við sjálfa mig.“

„Ég var að gera allt á þúsund kílómetra hraða en fannst ég samt ekki vera að gera nóg,“ segir Kristbjörg. Hægt og rólega fann hún sig á ný.

„Þetta ár neyddi mig til að hægja á mér á svo mörgum sviðum lífsins og ég held ég hafi þurft á því að halda ef ég á að vera hreinskilin.“

Hún fékk aftur ástríðu fyrir því að æfa, hún skapaði minningar, hló, grét og var til staðar í núinu.

„Ég átti svo dýrmætan tíma með manninum mínum. Við ferðuðumst meira að segja saman, bara við tvö,“ segir Kristbjörg og bætir við að hún varði einnig meiri tíma með fjölskyldu og vinum.

Kristbjörg ræðir nánar um árið í færslunni hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð hana ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur

Æfingin sem allir eru að tala um –  Hafa séð rosalegan árangur
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“

„Þá byrjaði það ferli og það má segja að það hafi breytt lífi mínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“