

„2025 var ekki árið þar sem ég náði öllum markmiðum mínum, það var árið sem ég fylltist auðmýkt,“ segir Kristbjörg.
Hún segir að hún hafi upplifað sig týnda og eftir á, hún hafi reynt of mikið á sig að vera til staðar fyrir alla en gleymdi sjálfri sér í leiðinni. „Og suma daga kannaðist ég varla við sjálfa mig.“
„Ég var að gera allt á þúsund kílómetra hraða en fannst ég samt ekki vera að gera nóg,“ segir Kristbjörg. Hægt og rólega fann hún sig á ný.
„Þetta ár neyddi mig til að hægja á mér á svo mörgum sviðum lífsins og ég held ég hafi þurft á því að halda ef ég á að vera hreinskilin.“
Hún fékk aftur ástríðu fyrir því að æfa, hún skapaði minningar, hló, grét og var til staðar í núinu.
„Ég átti svo dýrmætan tíma með manninum mínum. Við ferðuðumst meira að segja saman, bara við tvö,“ segir Kristbjörg og bætir við að hún varði einnig meiri tíma með fjölskyldu og vinum.
Kristbjörg ræðir nánar um árið í færslunni hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð hana ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram