fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Dóttir leikarans fannst látin 34 ára að aldri

Fókus
Föstudaginn 2. janúar 2026 08:30

Victoria með föður sínum árið 2017. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóttir bandaríska stórleikarans Tommy Lee Jones, hin 34 ára gamla Victoria Jones, fannst látin inni á hótelherbergi sínu í San Francisco aðfaranótt nýársdags.

Í frétt TMZ kemur fram að óskað hafi verið aðstoð lögreglu klukkan 3:14 í fyrrinótt. Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur og var Victoria úrskurðuð látin skömmu síðar. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Victoria var leikkona á sínum yngri árum og lék hún til að mynda við hlið föður síns í bíómyndinni Men in Black II. Þá lék hún einnig hlutverk í sjónvarpsþáttunum One Tree Hill og kvikmyndinni The Three Burials of Melquiades Estrada.

New York Post segir frá því að Victoria hafi komist í kast við lögin í þrígang á árinu sem var að líða, þar á meðal vegna vörslu fíknefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?
Fókus
Í gær

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum

Dómari úrskurðar um útburð hjá stjörnuhjónunum fyrrverandi – Allur rekstrarkostnaður í verulegum vanskilum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn