

Í frétt TMZ kemur fram að óskað hafi verið aðstoð lögreglu klukkan 3:14 í fyrrinótt. Endurlífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur og var Victoria úrskurðuð látin skömmu síðar. Dánarorsök liggur ekki fyrir.
Victoria var leikkona á sínum yngri árum og lék hún til að mynda við hlið föður síns í bíómyndinni Men in Black II. Þá lék hún einnig hlutverk í sjónvarpsþáttunum One Tree Hill og kvikmyndinni The Three Burials of Melquiades Estrada.
New York Post segir frá því að Victoria hafi komist í kast við lögin í þrígang á árinu sem var að líða, þar á meðal vegna vörslu fíknefna.