

Jiménez var farþegi um borð í lítilli flugvél sem hrapaði á leið sinni til Medellín á laugardag. Alls voru sex um borð og létust allir. Óvíst er hvað fór úrskeiðis en vélin var tiltölulega nýfarin í loftið þegar hún hrapaði um klukkan 16 að staðartíma.
Jiménez var meðal stærstu samtímalistamanna Kólumbíu og var þekktur fyrir að blanda mexíkóskri ranchera-tónlist við kólumbísk áhrif. Hann var með tæplega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu.