fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
Fókus

Vinsæll tónlistarmaður lést í flugslysi

Fókus
Mánudaginn 12. janúar 2026 08:39

Yeison Jimenez í október síðastliðnum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 34 ára gamli Yeison Jiménez er látinn eftir flugslys í heimalandi sínu á laugardag. Jiménez var einn þekktasti tónlistarmaður Kólumbíu og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú ung börn.

Jiménez var farþegi um borð í lítilli flugvél sem hrapaði á leið sinni til Medellín á laugardag. Alls voru sex um borð og létust allir. Óvíst er hvað fór úrskeiðis en vélin var tiltölulega nýfarin í loftið þegar hún hrapaði um klukkan 16 að staðartíma.

Jiménez var meðal stærstu samtímalistamanna Kólumbíu og var þekktur fyrir að blanda mexíkóskri ranchera-tónlist við kólumbísk áhrif. Hann var með tæplega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Með þvi að vinna saman, hlusta á hvort annað og finna milliveginn mun allt ganga vel“

„Með þvi að vinna saman, hlusta á hvort annað og finna milliveginn mun allt ganga vel“
Fókus
Í gær

Skiptu brúðkaupinu í tvennt: „Þetta var bara akkúrat eins og við vildum hafa það“

Skiptu brúðkaupinu í tvennt: „Þetta var bara akkúrat eins og við vildum hafa það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“

Gabríel Douane og bróðir hans semja tónlist saman á Hólmsheiði – „Ég á skilið að vera í fangelsi fyrir það sem ég hef gert“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er“

„Ástæðan fyrir því að ég er eins og ég er“