fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Katla bauð yfir hundrað konum í heljarinnar garðpartý

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 27. september 2025 10:30

Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun september hélt athafnakonan Katla Hreiðarsdóttir risa gellupartý, sem hún kallaði Arkana partý, í garðinum heima hjá sér. Yfir hundrað konur komu saman og skemmtu sér konunglega langt fram eftir kvöldi.

Katla er konan á bak við verslunina Systur og makar og íslenska fatamerkið Volcano Design. Hún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Hér að neðan má lesa textabrot upp úr þættinum en þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

„Ég er að fara í gegnum svolítið miklar breytingar í rekstrinum hjá mér og er að taka stóra sénsa og er að taka mjög stórar ákvarðanir. Ég er með stóra bisnesshatta núna sem að hræða mig pínulítið og ég hugsaði að ég þyrfti að fá smá orku frá kynsystrum mínum. Þannig að ég ákvað að halda öflugt konupartí, aðallega til þess að nærast á þeim. Og það var svona hugmyndin, en líka til þess að þær gætu nærst á hvor annarri,“ segir Katla.

Hún ræðir nánar um þessar stóru breytingar í rekstrinum í þættinum.

Sjá einnig: Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Úr varð heljarinnar veisla og mjög metnaðarfullt pálínuboð. „Svo tvinnaði ég eitthvað svona norna, finndu barnið í sjálfri þér, gleðisprengjurugl þema við þetta,“ segir hún.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Þetta var í garðinum heima hjá Kötlu, allt skreytt blómum og segir Katla að orkan frá þessum hundrað konum samankomnum hafi verið ótrúleg. Það var nóg um að vera og mætti meira að segja spákona á staðinn.

„Ég held að við konur séum allar svolitlar nornir inn við beinið. Og það er eitthvað við þetta þema sem að kveikir í okkur og þaðan kemur nafnið, Arkana er heiti á spilum í Tarot. Og það táknar líka eitthvað svona leyndardómsfullt og spennandi. September táknar líka nýja byrjun. Við erum að fara inn í annað tímabil, haustið og veturinn fram undan. Þannig þetta var eins konar endurfæðingarpartí, skulum við segja.“

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.

Veislan byrjaði klukkan eitt um daginn og fór síðasti gestur heim um klukkan tvö eftir miðnætti. Það var því aldeilis fjör. Katla ræðir nánar um veisluna og allt fjörið í byrjun þáttarins sem má hlusta á hér.

Fylgdu Kötlu á Instagram @systurogmakar.

Sjáðu fleiri myndir frá veislunni hér að neðan.

Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Aðsend mynd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“