Matthías Páll Imsland fjárfestir og framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands hefur sett einbýlishús sitt við Köldulind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 247,9 milljónir króna.
Húsið, sem er byggt árið 1999 og teiknað af Kjartani Sveinssyni, er 328,6 fm, þar af er bílskúrinn 52,9 fm. Húsið er innst í botnlanga með opin svæði í kring, ofan götu með frábært útsýni.
Húsið skiptist í anddyri, gestabaðherbergi og þrjú svefnherbergi á neðri hæð. Innangengt í bílskúr frá gangi.
Á efri hæð er stofa með arinn og útgengt á sólríka timburverönd með heitum potti, eldhús, borðstofa sem er í dag nýtt sem sjónvarpsstofa, hjónaherbergi með en-suite baðherbergi og útgengt á verönd, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.