Stórleikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson á stjörnuleik að vanda, að þessu sinni í nýjustu auglýsingu Manors Golf vörumerkisins.
Auglýsingin er vegna nýju línunnar The Foulweather Collection sem mætti útleggja sem Óveðurslínan. Og hvað er þá meira við hæfi en að taka auglýsingu upp i landi þar sem upplifa má allar árstíðir á einu og sama korterinu allan ársins hring?
Það er ekki öllum gefið að verða alvöru golfari og þarf að leggja margt á sig og sigra náttúruöflin til að geta orðið golfarinn sem mun rista nafn sitt í frostið.
@manorsgolf The Foulweather Collection. Available Now at www.manorsgolf.com A Film By: @dougguillot Starring: @johanneshaukur Sound Design: @lukeisom / @creative.outpost Colour: Black Kite Studios / @blackkitestudios Colourist: Tom Mangham / @thomasmangham ♬ original sound – Manors Golf