fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fókus

Dánarorsök Ozzy Osbourne kunngerð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 20:49

Ozzy Osbourne. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myrkrahöfðinginn, breski þungarokkarinn Ozzy Osbourne, lést 22. júlí síðastliðinn, 76 ára að aldri. 

Dánarorsök Osbourne var kunngerð í dag, en hann lést úr hjartaáfalli. 

Samkvæmt dánarvottorði lést Osbourne úr „hjartastoppi utan sjúkrahúss“ og „bráðu hjartadrepi“, þar sem kransæðasjúkdómur og Parkinson eru skráð sem undirliggjandi þættir.

Dóttir Osbourne, Aimee, skilaði dánarvottorði til skráningar í London.

Fjölskylda Osbourne greindi frá andláti hans í tilkynningu. Greint var frá því í fréttum að sjúkraþyrla hefði verið sent á heimili Osbourne og viðbragðsaðilar reyndu lífgunartilraunir í tvær klukkustundir. 

Osbourne glímdi við ýmsa heilsukvilla árin fyrir andlát sitt, í janúar 2020 var hann greindur með Parkinson. Ítrekaði hann að í því feldist enginn dauðadómur. Ári áður datt hann á heimili sínu og þurfti í aðgerð á hálsi. Árið 2023 þurfti hann að hætta við fjölda fyrirhugaðra tónleika vegna heilsuleysis.

Osbourne náði að sýna aðdáendum sínum hvers hann var megnugur stuttu fyrir andlát sitt þegar hann og meðlimir Black Sabbath komu saman 5. júlí síðastliðinn á Villa Park leikvanginum í heimaborg þeirra Birmingham. Osbourne þurfti að vísu að sitja meðan á tónleikunum stóð en um sannkallaða stórtónleika var að ræða með fjölda gestasöngvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Axel mærir – „Þetta eru hjón með fallegt hjarta“

Jón Axel mærir – „Þetta eru hjón með fallegt hjarta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“

Myndbönd sýna slagviðrið á Þjóðhátíð og skúffaðir gestir láta Ellý Ármanns heyra það – „Þú laugst að okkur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 1 viku

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo