fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Þetta eru sársaukamestu og sársaukaminnstu líkamshlutarnir til að fá sér húðflúr á

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 31. ágúst 2025 20:00

Húðflúr eru sífellt að verða vinsælli. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er vont að fá sér húðflúr? Þetta er spurning sem margir spyrja sig áður en þeir láta vaða og fá sér sitt fyrsta blek. Fólk er misjafnt fyrir sársauka og að miklu leyti er um að ræða sálfræðilega hraðahindrun.

En þó að mörgum finnist lítið mál að fá sér húðflúr þá er engu að síður verið að stinga nál í gegnum húðina og því fylgir alltaf einhver sársauki. Þá skiptir staðurinn líka máli. Húðflúrarar hafa sjálfir mestu reynsluna af þessu og þetta eru þeir staðir líkamans sem þeir eru sammála um að séu þeir sársaukafyllstu til að fá sér flúr á samkvæmt tímaritinu Glamour sem ræddi við Anastasiu Summer hjá Nice Tattoo Parlor í New York og Brian Keith Thompson hjá Body Electric í Los Angeles.

 

Rifbeinin

„Þetta segja margir að sé einn sársaukafyllsti staðurinn,“ segir Summer. Húðin á þessu svæði er mjög þunn og stutt í bein. Fólk finnur vel fyrir titringnum og þrýstingnum í rifbeinunum.

 

Höfuðið, andlitið, hálsinn og fingurnir

„Þessi svæði hafa þétt net taugaenda og húðin getur verið töluvert þunn, sem leiðir til aukinnar næmni,“ segir Summer. Thompson er sjálfur með mikið af húðflúri á höfði og höndum og tekur undir að þessir staðir séu viðkvæmir. Hann hafi fundið verulega fyrir því þegar hann var flúraður í lófana.

Það getur verið óþægilegt að láta flúra lófann.

Hryggurinn

„Svipað og með rifbeinin. Að flúra yfir hrygginn þýðir að nálin er mjög nálægt beininu sem getur verið svolítið stuðandi,“ segir Summer. Thompson tekur undir þetta, enda sjálfur með flúr á hryggnum. „Mér fannst bakið vera sársaukafyllsti staðurinn,“ segir hann.

 

Innra læri og nári

„Þetta svæði er mjög viðkvæmt út af því að það eru margir taugaendar þarna og húðin er almennt mjög mjúk,“ segir Summer.

 

En hvaða svæði eru sársaukaminnst? Summer og Thompson svöruðu því einnig.

 

Ytra læri

„Á þessu svæði er yfirleitt mikið af vöðvum og fitu sem býr til púða fyrir húðflúrunina,“ segir Summer.

 

Ytri upphandleggur og öxl

„Svipað og með lærið er þetta svæði með mikið af vöðvum og litla snertingu við bein, sem gerir það tiltölulega sársaukalítið að húðflúra,“ segir Summer.

 

Ytri framhandleggur

„Þó að innri framhandleggur geti verið viðkvæmur þá hefur ytri framhandleggurinn þykkari húð og lengra niður á bein sem gerir þetta þægilegan stað fyrir marga,“ segir Summer. Ef fólk vilji flúr á hendina en viti ekki alveg hvar þá sé skynsamlegt að velja ytri upp- eða framhandlegg.

Kálfarnir eru vinsælir

Kálfar

„Hinn kjötmikli kálfi getur verið góður staður fyrir fyrsta húðflúrið, af því að þetta er yfirleitt sársaukaminni staður en þeir sem hafa þynnri húð,“ segir Summer.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu

Hjartalæknir: Þessi einfalda æfing getur bjargað lífi þínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni

Ef þú klæðist þessu þá er það merki um að þú tilheyrir þúsaldarkynslóðinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi

Vill að næsti eiginmaður glími við getuleysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum

Sætir harðri gagnrýni fyrir að leyfa 12 ára dóttur sinni að klæðast „óviðeigandi“ fötum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka

Aldrei snerta þetta á hótelherberginu – Fyrrverandi hótelþerna lætur allt flakka
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu