Er vont að fá sér húðflúr? Þetta er spurning sem margir spyrja sig áður en þeir láta vaða og fá sér sitt fyrsta blek. Fólk er misjafnt fyrir sársauka og að miklu leyti er um að ræða sálfræðilega hraðahindrun.
En þó að mörgum finnist lítið mál að fá sér húðflúr þá er engu að síður verið að stinga nál í gegnum húðina og því fylgir alltaf einhver sársauki. Þá skiptir staðurinn líka máli. Húðflúrarar hafa sjálfir mestu reynsluna af þessu og þetta eru þeir staðir líkamans sem þeir eru sammála um að séu þeir sársaukafyllstu til að fá sér flúr á samkvæmt tímaritinu Glamour sem ræddi við Anastasiu Summer hjá Nice Tattoo Parlor í New York og Brian Keith Thompson hjá Body Electric í Los Angeles.
„Þetta segja margir að sé einn sársaukafyllsti staðurinn,“ segir Summer. Húðin á þessu svæði er mjög þunn og stutt í bein. Fólk finnur vel fyrir titringnum og þrýstingnum í rifbeinunum.
„Þessi svæði hafa þétt net taugaenda og húðin getur verið töluvert þunn, sem leiðir til aukinnar næmni,“ segir Summer. Thompson er sjálfur með mikið af húðflúri á höfði og höndum og tekur undir að þessir staðir séu viðkvæmir. Hann hafi fundið verulega fyrir því þegar hann var flúraður í lófana.
„Svipað og með rifbeinin. Að flúra yfir hrygginn þýðir að nálin er mjög nálægt beininu sem getur verið svolítið stuðandi,“ segir Summer. Thompson tekur undir þetta, enda sjálfur með flúr á hryggnum. „Mér fannst bakið vera sársaukafyllsti staðurinn,“ segir hann.
„Þetta svæði er mjög viðkvæmt út af því að það eru margir taugaendar þarna og húðin er almennt mjög mjúk,“ segir Summer.
En hvaða svæði eru sársaukaminnst? Summer og Thompson svöruðu því einnig.
„Á þessu svæði er yfirleitt mikið af vöðvum og fitu sem býr til púða fyrir húðflúrunina,“ segir Summer.
„Svipað og með lærið er þetta svæði með mikið af vöðvum og litla snertingu við bein, sem gerir það tiltölulega sársaukalítið að húðflúra,“ segir Summer.
„Þó að innri framhandleggur geti verið viðkvæmur þá hefur ytri framhandleggurinn þykkari húð og lengra niður á bein sem gerir þetta þægilegan stað fyrir marga,“ segir Summer. Ef fólk vilji flúr á hendina en viti ekki alveg hvar þá sé skynsamlegt að velja ytri upp- eða framhandlegg.
„Hinn kjötmikli kálfi getur verið góður staður fyrir fyrsta húðflúrið, af því að þetta er yfirleitt sársaukaminni staður en þeir sem hafa þynnri húð,“ segir Summer.