fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fókus

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert

Fókus
Miðvikudaginn 9. júlí 2025 09:30

Ragga Nagli veit hvað hún syngur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að borða hægt er vanmetnasta verkfærið fyrir fitutap. En jafnframt eitt það einfaldasta og aðgengilegasta og þú getur haldið þig við,“ segir Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Raga Nagli.

Hún útskýrir málið í nýjum pistli á Facebook, en pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa notið mikilla vinsælda um árabil.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari.

„Sama hvað þú ert að gúlla í ginið, hvenær þú borðar, hvar þú ert staddur í veröldinni, eða með hverjum þú snæðir. Rannsókn sýndi að borða hægar er mjög áhrifarík aðferð til að draga úr hitaeininganeyslu,“ segir hún og fer nánar út í rannsókina í pistlinum sem má lesa hér að neðan.

„Það er sorglegt að við eyðum fleiri klukkustundum, jafnvel sólarhringum og dögum í að hugsa um mat. Versla hráefni. Elda matinn. Skera. Preppa. Undirbúa. Leggja á borð. Ganga frá eftir mat. En sjálf athöfnin að borða. Athöfnin sem við öll elskum. Athöfnin sem við erum búin að vesenast í kringum allan þennan tíma. Hún tekur innan við fimmtán mínútur,“ segir Ragnhildur og bætir við að vegna þess að maður borðar hratt þá verður maður ekki andlega saddur.

„Minningin um bragðið, lyktina, upplifunina er í þokukenndri móðu. Ef við erum ekki sálfræðilega södd né munum almennilega eftir máltíðinni þá viljum við meira. Borðum meira seinna. Fáum okkur slikk og sukk. Því í sálinni er óuppfyllt tómarúm.“

Góð ráð

Ragnhildur gefur nokkur ráð til að hægja á sér í máltíð fyrir betri upplifun.

  • Sestu niður með disk fyrir framan þig.
  • Notaðu bæði hníf og gaffal
  • Skiptu í barnagaffal, t.d Tulipop. Þá tekur lengri tíma að raða matnum á gaffalinn.
  • Ekki nota gaffal eins og skóflu til að moka upp í þig.
  • Leggðu frá þér hnífapörin um leið og þú hefur stungið bita upp í þig.
  • Taktu sopa af vatni milli bita.
  • Prófaðu að tyggja mun hægar en þú ert vanur. Ímyndaðu þér að þú sért kameldýr að jórtra í makindum.
  • Virkjaðu skynfærin. Veltu fyrir þér matnum á disknum. Bragðinu. Lyktinni. Áferðinni.
  • Settu hendur undir borð meðan þú tyggur.
  • Þú þarft ekki að híma yfir disknum eins og einhver muni hrifsa hann frá þér.
  • Andaðu hægt frá þér. Þá finnurðu mesta bragðið.
  •  Taktu upp hnífapörin þegar þú hefur kyngt og munnurinn er tómur.
  • Settu þá nýjan bita á gaffalinn.
  •  Þú þarft ekki að hanga á gafflinum með hvíta hnúa eins og hann muni yfirgefa þig.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Í gær

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar

Hrósað fyrir að normalisera blæðingarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“

Árni og Guðrún: „Við byrjuðum svolítið á þessu því okkur langaði að fara í threesome“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu

Reynir setur Bjarmaland aftur á sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“