Illkvittið gælunafn leikkonunnar Gwyneth Paltrow yfir leikkonuna Winonu Ryder er afhjúpað í nýrri ævisögu Amy Odell um stofnanda Paltrow, sem ber heitið Gwyneth.
Paltrow er sögð hafa byrjað að kalla fyrrverandi vinkonu sína Vagina Ryder eftir að Paltrow fór að gruna það á tíunda áratugnum að Ryder væri að búa til sögur til að vekja athygli á sér.
Odell heldur því fram að rifrildi Paltrow og Ryder hafi átt sér stað stuttu eftir að Paltrow skildi við Brad Pitt, sem hún var með frá 1994 til 1997, og flutti inn í íbúð Ryder í New York. Á þeim tíma var Ryder, sem nú er 53 ára, með Matt Damon á meðan Paltrow, sem nú er 52 ára, hóf ástarsamband við besta vin Damons, Ben Affleck.
Samkvæmt bók Odell lentu Ryder og Damon einu sinni í rifrildi og hún sagði honum að hún hefði verið rænd.
Odell heldur því fram að þetta hafi gerst tvisvar og Damon hefði sýnt þáverandi kærustu sinni samúð.
Á sama tíma er Paltrow sögð hafa verið sannfærð um að Ryder væri að búa til ránssögurnar til að fá athygli.
„Damon huggaði hana, en Gwyneth og Affleck töldu að Ryder hefði búið ránin til til að fá athygli (það eru engar sannanir fyrir því),“ skrifar Odell í bókinni. „Gwyneth var pirruð yfir því að Damon skyldi ekki sjá það. Þótt Damon væri góður við vini sína virtist Gwyneth ekki líka við hann eftir þessi atvik.
Vinátta hennar við Ryder átti aðeins eftir að versna enn frekar og Gwyneth gaf henni gælunafnið Vagina Ryder,“ fullyrðir Odell.
Á öðrum stað í bókinni fullyrðir Odell að Paltrow hafi stolið aðalhlutverki myndarinnar Shakespeare in Love frá árinu 1998 frá Ryder eftir að hafa upphaflega hafnað hlutverkinu.
„Eftir að frétt um að Gwyneth hefði stolið handritinu af kaffiborði Winonu komst í fjölmiðla sagði Gwyneth vinum sínum að Ryder hefði byrjað sögusagnirnar og fullyrti að hún hefði fengið handritið í gegnum umboðsmann sinn,“ fullyrðir Odell.
Þó að Ryder eða Paltrow hafi aldrei rætt meintar deilur sínar opinberlega, þá talaði sú síðarnefnda um vinkonu sem vildi sjá hana hverfa í bloggfærslu á vef sínum Goop árið 2009.
„Á sínum tíma átti ég „vinkonu“ sem, eins og kom í ljós, var alveg staðráðin í að taka mig niður,“ skrifaði Paltrow á þeim tíma. „Þessi manneskja gerði virkilega allt sem hún gat til að særa mig. Ég var í miklu uppnámi, ég var reið, ég var allt það sem maður finnur fyrir þegar maður kemst að því að einhver sem maður hélt að manni líkaði vel við reynist eitraður og hættulegur,“ hélt Paltrow áfram.
„Ég hélt aftur af mér við að bregðast við með sama hætti. En einn daginn heyrði ég að eitthvað óheppilegt og niðurlægjandi hefði komið fyrir þennan einstakling. Og viðbrögð mín voru mikill léttir og hamingja.“
Odell lýsir einnig meintum vinlitum Paltrow við Madonnu í bókinni.