fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. febrúar 2013 var skemmtiferðaskipið Carnival Triumph á leið í höfn eftir fjögurra daga skemmtisiglingu frá Cozumel í Mexíkó til Galveston í Texas þegar eldur kviknaði í vélarrúminu snemma morguns.

Það voru 3.143 farþegar og 1.086 áhafnarmeðlimir um borð. Enginn slasaðist og tókst að slökkva eldinn fljótt, en skaðinn var þegar skeður.

Atvikinu og ferðalaginu er lýst í heimildaþáttunum Trainwreck: Poop Cruise sem eru nýkomnir á Netflix.

Rafmagnið fór og engin leið var að koma því aftur á. Það var því ekki hægt að elda mat eða kveikja á loftkælingu. Skipið gat heldur ekki siglt áfram heldur flaut það á hafi úti.

Varaljósin tóku við og fólk gat farið út á þilfar til að kæla sig. „En svo áttaði einhver sig á því að klósettin voru hætt að virka,“ rifjar Jen Baxter, fararstjóri ferðarinnar, upp.

„Við sögðum í hálfgerðu gríni að við gætum gert númer eitt í sturtunni,“ sagði Jen.

„En það var erfiðara var að finna lausn varðandi númer tvö.“

Lausnin var að dreifa pokum til farþeganna og var þeim sagt að gera sínar þarfir í poka og henda honum svo í ruslafötu á ganginum.

„Þú vilt að ég geri hvað?“ rifjar farþeginn Devin Marble upp að hann hafi hugsað á þeim tíma.

Kokkurinn Abhi sagði: „Mér hefði aldrei dottið í hug að sá dagur kæmi að ég þyrfti að kúka í rauðan poka.“

Sváfu úti

Fyrstu nóttina fóru farþegar út með dýnurnar sínar til að sofa á þilfarinu þar sem það var of heitt inni. Næsta dag þurfti að henda fullt af mat og útbjó starfsfólk yfir þrjú þúsund samlokur, en sem betur fer tókst að koma til áhafnarinnar auka mat og ýmsum öðrum nauðsynjavörum með öðru skipi.

Sumir neituðu að nota pokana og notuðu klósettin. „Ég fann almenningssalerni um borð í skipinu,“ segir Abhi. „Þetta var það ógeðslegasta sem ég hef séð á ævi minni. Fólk var að fela kúkinn sinn með klósettpappír og svo kúkaði einhver ofan á það og svo aftur pappír. Svona var þetta til skiptis, eins og lasagna.“

Þetta versnaði bara

Fyrstu björgunarbátar mættu á svæðið 11. febrúar og byrjuðu að draga skipið í land, en þá skall á óveður og allt fór til fjandans.

Það byrjaði að flæða upp úr klósettunum og þurftu farþegar að vaða í gegnum úrgang. Í samtali við CNN sagði Toby Barlow, eiginmaður Ann Barlow sem var um borð, að henni hafi tekist að senda honum skilaboð og þar kom fram að skólp væri að leka meðfram veggjum og um allt gólf.

Hálfgerð tjaldborg, eins og sést á myndinni hér að ofan, reis upp á þilfarinu og byrjuðu sumir að biðja til Guðs. „Þér byrjar að líða eins og fanga,“ sagði Devin, farþegi.

Farþegar fegnir að vera komnir í land.

En af hverju tók þetta svona langan tíma?

Skipið hafði rekið meira en hundrað sjómílur og tók það nokkra daga að draga það til Alabama, en förinni var upphaflega heitið til Texas.

Farþegarnir voru fegnir að komast á fast land. Triumph sá um að koma öllum heim og borgaði brúsann, einnig fengu allir farþegar ferðina endurgreidda.

Það kostaði um 14 milljarða að þrífa og laga skipið. Árið 2019 fékk það nafnið Carnival Sunrise og siglir aðallega frá Miami til Bahama-eyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?

Ellý Ármanns svarar spurningunni: Verður gott veður á Þjóðhátíð í Eyjum í ár?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“