fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 7. maí 2025 09:45

Fjölskyldan plús makar, fyrir utan Brooklyn og Nicolu. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að Victoria Beckham sé að upplifa sína verstu martröð, að það sé rígur innan fjölskyldunnar og að synir hennar talist ekki við.

Synir hennar og David Beckham, Brooklyn og Romeo, eru sagðir eiga í deilum vegna kærustu Romeo, Kim Turnbull.

Í kjölfarið hafi Brooklyn ákveðið að mæta ekki á viðburði með Romeo og Kim, og hafi þess vegna misst af fimmtugsafmæli föður síns og tískusýningu móður sinnar. En fjölskyldan er þekkt fyrir að vera samheldin og styðja hvert annað. Þetta er því alveg nýtt fyrir Victoriu og David sem eru sögð miður sín vegna málsins.

„Þetta er versta martröð Victoriu. Tilhugsunin um að börnin hennar talist ekki við heldur fyrir henni vöku,“ segir heimildarmaður News.com.au

Romeo og Kim. Mynd/Instagram

Kim á að hafa átt í stuttu ástarsambandi með Brooklyn fyrir einhverjum árum síðan. En aðrir heimildarmenn segja ósættið ekkert tengjast afbrýðisemi heldur ástæðum Kim fyrir því að vera með enn öðrum Beckham syni.

Sjá einnig: Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Einnig er sagt að rígur á milli Victoriu og tengdadóttur hennar, Nicolu Peltz, spili þar inn í. Nicola og Brooklyn giftust árið 2022 og mætti segja að allt þetta drama hafi byrjað þá.

Sumarið 2022 voru háværar sögusagnir á kreiki um að kalt væri á milli Victoriu og Nicolu vegna þess að Nicola hafi neitað að klæðast brúðarkjól sem Victoria hannaði, en sagt er að Nicola hafi ætlað að gera það og síðan skipt um skoðun. Erlendir miðlar greindu frá því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“

Victoria Beckham posted several photos of the family to celebrate husband David’s birthday, all without Brooklyn. Picture: Instagram
Victoria birti nokkrar myndir af fjölskyldunni til að fagna afmæli David. Brooklyn var á engum þeirra. Mynd/Instagram

Sjá einnig: Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það

Þær hafa báðar vísað því alfarið á bug að þær hafi verið í stríði en aðdáendur eru ekki svo vissir. Það fór ekki framhjá netverjum að Brooklyn og Nicola óskuðu ekki Victoriu til hamingju með afmælið í apríl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina