Kyoko Ono Cox, dóttir listakonunnar Yoko Ono og kvikmyndagerðarmannsins Anthony Cox, hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega í viðtali við Daily Mail um hvernig hún hvarf sporlaust árið 1971 – og hvernig hún sameinaðist móður sinni á ný, heilum þrjátíu árum síðar.
Árið 1971, í miðjum skilnaði foreldra hennar, braut Anthony gegn forræðissamkomulagi og stakk af með dóttur sína. Þá var Kyoko aðeins sjö ára gömul.
Áður hafði hún upplifað það að þurfa að velja hjá hvoru foreldrinu hún vildi búa.
„Það að vera neydd til að velja milli mömmu og pabba fyrir framan dómara, það er eitthvað sem ekkert barn á að þurfa að upplifa.“
Í þessum ómögulegu aðstæðum ákvað hún að lokum að velja föður sinn. Ástæðan var sú að hún var að Yoko og stjúpfaðir hennar, John Lennon, voru afar upptekin og oft var hún í umsjón barnfóstru frekar en að eyða tíma með þeim þegar hún dvaldi hjá móður sinni. Þá segist Kyoko hafa verið hálfsmeyk við frægðina sem fylgdi John. Bítlaæðið var eins og að fólk hefði gengið í einhverskonar sértrúarsöfnuð en kaldhæðni örlaganna var að faðir hennar, Anthony, flúði með Kyoto í öfgakenndan kristilegan söfnuð á afskekktum stað til þess að freista þess að fela stúlkuna frá Yoko og John.
Fyrst um sinn leið Kyoto vel í söfnuðinum. „Ég upplifði öryggi í þessum litla söfnuði, þetta virtist einfaldara líf,“ segir Kyoko.
Hún vissi þó ekki að Yoko og John voru á sama tíma að leggja allt í sölurnar til að hafa uppi á henni. Þau auglýstu í dagblöðum, fengu einkaspæjara og báðu fjölmiðla um hjálp. En ekkert bar árangur. Á sama tíma var Kyoko alin upp með þá trú að móðir hennar væri hættuleg og siðlaus kona sem vildi henni illt.
Kyoko segist hafa saknað móður sinnar og of beðið um að fá að hitta hana þrátt fyrir að hafa þurft að alast upp við frásagnir um að Yoko væri hættuleg og siðlaus kona sem að vildi henni illt.
Feðginin fóru á flakk á unglingsárum Kyoko, notuðu önnur nöfn og reglulega kom fyrir að þau þurftu að yfirgefa næturstað sinn í skyndi á flótta frá „óvinum Guðs“.
Tíminn leið og að Kyoko óx úr grasi, kynntist eiginmanni sínum og varð móðir. Þegar hún var þrítug fór hún að spyrja sig ágengrar spurningar. Hver var móðir hennar í raun og veru?
„Ég var orðin móðir sjálf og vissi að ef ég myndi týna barni mínu, þá myndi ég aldrei hætta að leita. Og ég áttaði mig þá á því að var nákvæmlega það sem hún hafði gert.“
Að endingu ákvað hún að hringja í móður sína og það var tilfinningaþrungið augnablik. Þær ákváðu að hittast og í fyrsta sinn í þrjá áratugi sátu þær augliti til auglitis við hvor aðra. Tárin runnu. Þögnin var þyngri en orð. En tengingin var þar enn.
Í dag eiga mæðgurnar náið og fallegt samband. Kyoko, sem hefur haldið sig fjarri sviðsljósinu, á sjálf fjölskyldu og lifir rólegu lífi.
„Ég veit núna að foreldrar mínir voru bara ungar og brotnar manneskjur sem gerðu sitt besta – en það besta var stundum alls ekki gott,“ segir Kyoko.