fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Samfélag áhrifavalda nötrar eftir að Enok virtist gera lítið úr Birgittu Líf – „Settu franskarnar í pokann“

Fókus
Laugardaginn 24. maí 2025 10:31

Birgitta Líf og Enok þegar allt lék í lyndi. Mynd/Instagram @birgittalif

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt fór af hjörunum í samfélagi áhrifavalda í gærkvöldi þegar Enok V. Jónsson virtist gera lítið úr barnsmóður sinni, Birgittu Líf Björnsdóttur með kuldalegri athugasemd á samfélagsmiðlunum

Eins og alþjóð veit voru Enok og Birgitta par í rúm þrjú ár og eignuðust saman son. Þau greindu frá því að sambandi þeirra væri lokið í apríl á þessu ári.

Birgitta Líf nýtur nú lífsins í Cannes, hjarta frönsku ríveríunnar, ásamt vinkoum sínum í LXS en þar halda þær upp á 5 ára afmæli hópsins. Vinkonurnar eru ekki vinsælasti áhrifavaldahópur landsins fyrir ekki neitt og því rignir inn myndum og myndskeiðum á helstu samfélagsmiðla.

Á Tiktok-reikningi Ástrósar Traustadóttur birtist myndband þar sem Birgitta Líf gengur geislandi fram við undirleik lagsins Let me love you með Ariana Grande sem gefur í skyn að hún horfi björtum augum til framtíðar sem einhleyp móðir.

Eitthvað virðist myndbandið hafa farið fyrir brjóstið á Enok sem birti eftirfarandi athugasemd undir myndbandinu: „Settu franskarnar í pokann“

Athugasemd Enoks féll í grýttan jarðveg

Lágmenningarlæsir netverjar voru fljótir að átta sig á skotinu en um er að ræða slangur sem notað er til þess að niðurlægja einhvern og koma honum niður á jörðina. Athugasemd Enoks féll í grýttan jarðveg hjá netverjum sem að létu hann heyra það og háværar umræður sköpuðst um málið á hinum ýmsu spjallsíðum, eins og til að mynda Beauty Tips. Þar túlka margir orð sjómannsins Enoks á þá leið að hann sé að segja Birgittu Líf að fá sér almennilega vinnu.

Hér má sjá Tiktok-myndbandið:

@astrostrausta mother 👑 @Birgitta Líf ♬ original sound – lyrics

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“