Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is og Home&you var kjörin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA á aðalfundi félagsins.
Aðalfundur Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA var haldinn fimmtudaginn 22. maí 2025 í Húsi atvinnulífsins og í streymi fyrir félagsstarfið án staðsetningar. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin formaður FKA með 37.95% atkvæða og er spennt er að hefja sitt annað ár sem formaður. „Ég hef langa og veigamikla reynslu af íslensku atvinnulífi, bæði sem stjórnandi á almennummarkaði en einnig sem fyrirtækjaeigandi. Ég hef stofnað og byggt upp frá grunni tvö fyrirtæki, Gæludýr.is og Petmark ehf, heildverslun, en auk þess á ég og rek home&you, sem er einstaklega falleg gjafavöruverslun í Smáralind. Ég tel að fjölbreytt reynsla mín af íslensku atvinnulífi muni nýtast mér vel í hlutverki formanns FKA,“ segir Ingibjörg Salóme.
Í stjórnendahópinn bættust við nýjar konur og á fundi nýkjörinnar stjórnar í framhaldi af aðalfundi var kosið í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera og voru þær Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir varaformaður, Margrét Hannesdóttir gjaldkeri og Rósa Viggósdóttir ritari kjörnar í þau hlutverk félagsins.
„Ég tel að samvinna sé lykillinn að enn betri árangri,“ segir Ingibjörg full tilhlökkunar. „Ég hef verið gjaldkeri FKA síðasta árið og unnið náið með Andreu Róbertsdóttur framkvæmdastjóra félagsins þannig að við verðum ekki lengi að bruna af stað enda löngu búnar að finna taktinn.“
Það var flottur hópur sem bauð sig fram til stjórnar í ár og sjaldan verið eins margar, ef einhvern tímann, sem er afar ánægjulegt og áhugavert. Alls ellefu konur buðu sig fram til stjórnar. Fjórar konur voru í framboði til formanns.
Fjölmargir viðburðir eru á hverju starfsári og byrjað er að skipuleggja haustið. „Stórglæsilegur Opnunarviðburður FKA verður hjá Árvakri 3. september og þangað til heilmargt í gangi.
„Unnur Elva, Andrea Ýr, Grace, Guðrún, Guna og Sandra kveðja nú stjórn félagsins og vil ég þakka þeim samstarfið. Nú teljum við í nýjan kafla,“ segir Ingibjörg glöð í bragði.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir stjórnarkona var fundarstjóri og Hafdís Perla Hafsteinsdóttir, lögmaður og eigandi 3H-Ráðgjöf ehf. var ritari fundar. Erla Ósk er reynd stjórnakona og fundarstjóri og er í stjórn LeiðtogaAuða FKA. Hafdís Perla átti sæti í kjörstjórn ársins og með henni þær Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, formaður kjörstjórnar, Helga Björg Steinþórsdóttir, Iðunn Kristín Grétarsdóttir, Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter og Sunna Rós Þorsteinsdóttir.
Í stjórn voru kjörnar Þuríður Halldóra Aradóttir með flest atkvæði í stjórnarkjöri, Hólmfríður Jenný Árnadóttir með næst flest atkvæði, Rósa Viggósdóttir þriðja inn og taka þær sæti í stjórn FKA til tveggja ára. Margrét Hannesdóttir var kjörin í aðalstjórn til eins árs þar sem hún kemur í staðinn fyrir Ingibjörgu í stjórn félagsins. Í varastjórn til eins árs voru kjörnar þær Þórey Hafliðadóttir og Jasmina Vajzovic Crnac. Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður FKA hefur ákveðið að segja sig úr stjórn og kveður stjórn með þakklæti efst í huga og fyrsta varakona Þórey Hafliðadóttir hefur því tekið sæti í aðalstjórn félagsins til eins árs í staðinn.
Þær stjórnarkonur sem sitja í stjórn FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA starfsárið 2025-2026 eru eftirfarandi:
Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is og Home&you / formaður.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir – Eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf ehf. / varaformaður.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir – Stjórnandi, ráðgjafi og stjórnarkona.
Margrét Hannesdóttir – Sérfræðingur í fjármálum fyrirtækja og óperusöngkona / gjaldkeri. (aðalstjórn til eins árs).
Rósa Viggósdóttir – Stjórnandi / Ritari.
Þórey Hafliðadóttir – Margmiðlunarhönnuður og eigandi Helvítis ehf. (aðalstjórn til eins árs).
Þuríður Aradóttir Braun – Forstöðukona markaðsstofu Reykjaness, ferðamálafræðingur og MBA.
Jasmina Vajzovic Crnac – Eigandi IZO Ráðgjöf og verkefnastjóri Viðnámsþróttar Suðurnesja (varakona til eins árs).
Vill félagið þakka öllum þeim sem tóku þátt í aðalfundi á einhvern hátt sem og frambjóðendum, stjórn og öðrum sem komu að framkvæmd fundar og öllum þeim sem hafa tekið þátt í FKA. Allar sem hafa lengi ætlað að skoða félagsaðild eru hvattar til að gera það.