fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fókus

Jamie Foxx rýfur þögnina um sögusagnirnar – Reyndi Diddy að drepa hann?

Fókus
Föstudaginn 23. maí 2025 09:29

Sean Diddy Combs og Jamie Foxx. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jamie Foxx rýfur þögnina um kjaftasöguna sem hefur verið á sveimi um að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hafi verið á bak við bráðaveikindi hans árið 2023.

Foxx veiktist með undarlegum hætti í apríl 2023. Í júlí sama ár sagðist hann hafa farið til „helvítis og til baka.“

„Ég gekk í gegnum eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei, aldrei ganga í gegnum.“

Í desember 2023 sagði hann á verðlaunahátíð: „Þetta er brjálað, ég hefði ekki getað gert þetta fyrir sex mánuðum, ég gat í rauninni ekki gengið. Ég er ekki klón, ég er ekki klón. Ég þekki fullt af fólki sem segir að ég hafi verið klónaður. Ég vil þakka öllum. Ég hef gengið í gegnum margt. Mér þykir vænt um hverja einustu mínútu núna, ég nýti þær öðruvísi. Ég myndi ekki óska ​​mínum versta óvini því sem ég gekk í gegnum því það er erfitt þegar þetta er næstum búið, þegar þú sérð göngin. Ég sá göngin, ég sá ekki ljósið. Ég ber nýja virðingu fyrir lífinu. Ég ber nýja virðingu fyrir list minni. Ég horfði á svo margar kvikmyndir og hlustaði á svo mörg lög til að reyna að láta tímann líða. Ekki gefast upp á listinni, ekki gefast upp.“

Veikindi Foxx voru álitin mjög dularfull, þar sem leikarinn greindi ekki frá orsök þeirra. Alls konar kenningar voru á sveimi, meðal annars að Diddy hafi reynt að drepa hann. En í desember 2024 greindi leikarinn frá því að hann hafði fengið heilablæðingu sem leiddi til heilablóðfalls.

Samsæriskenningin um hann og Diddy

Jamie Foxx tjáði sig loksins um þessa villtu samsæriskenningu í myndbandi fyrir Hollywood Reporter sem fór í loftið í gær. Um tímann sinn á sjúkrahúsinu sagði hann:

„Ég stalst í símann því ég vissi ekki hvað allir þarna úti voru að segja um mig og ég var ekki alveg að meðtaka þá staðreynd að ég hafi fengið heilablóðfall. Ég er í geggjuðu formi. [Ég sá hluti eins og að Diddy] reyndi að drepa mig. Nei hann reyndi ekki að drepa mig.“

Það var önnur samsæriskenning sem fór meira í taugarnar á honum.

„Þegar þeir sögðu að ég væri klón, það gerði mig brjálaðan. Ég lá í sjúkrahúsrúminu bara: „Þessir bjánar eru að reyna að klóna mig,““ sagði hann í gríni.

Réttarhöld yfir Diddy

Réttarhöld yfir Diddy standa nú yfir. Hann er ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðislegt mansal.

Sjá einnig: Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð mynd: Sonur Heidi Klum og Seal útskrifaður

Sjaldséð mynd: Sonur Heidi Klum og Seal útskrifaður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Launin komu henni mest á óvart við Ísland – „Það munar 4,2 milljónum á ári“

Launin komu henni mest á óvart við Ísland – „Það munar 4,2 milljónum á ári“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur grét fyrir utan höfuðstöðvar TikTok – netverjar segja að þetta sé karma

Áhrifavaldur grét fyrir utan höfuðstöðvar TikTok – netverjar segja að þetta sé karma
Fókus
Fyrir 5 dögum

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir

Héraðsdómari selur glæsilegt einbýli í Breiðholti – Myndir
Fókus
Fyrir 6 dögum

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“

Var að tala við foreldra sína í símann þegar hann hvarf sporlaust – „Ó, sjitt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fagnaði sextugsafmæli nakin í grasinu

Fagnaði sextugsafmæli nakin í grasinu
Fókus
Fyrir 1 viku

Umdeild kynlífsformúla útskýrir af hverju konur nenna ekki kynlífi á kvöldin – „Þetta mun gera marga karla brjálaða“

Umdeild kynlífsformúla útskýrir af hverju konur nenna ekki kynlífi á kvöldin – „Þetta mun gera marga karla brjálaða“
Fókus
Fyrir 1 viku

Þorvaldur vann á skrifstofu og var kominn á góðan stað – En þá sagði líkaminn stopp

Þorvaldur vann á skrifstofu og var kominn á góðan stað – En þá sagði líkaminn stopp