fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fókus

Kim Kardashian fagnar ákaft – Lögfræðigráða komin í hús

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. maí 2025 08:30

Kim Kardashian

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þekktasta kona heims, raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian, fagnaði því í gær að vera loksins útskrifuð með lögfræðigráðu eftir sex ára nám. 

„Þið hafið öll verið á þessu ferðalagi með mér,“ sagði Kim í ræðu í einka útskriftarathöfn umkringd vinum og vandamönnum. 

Kim sem er 44 ára segir að áhugi hennar á að læra lögfræði hafi kviknað þegar henni fannst hún nautheimsk eftir áhorf á myndband á Twitter. Árið 2019 greindi hún frá því að hún hefði hafið lögfræðinám, hún féll þrisvar á svokölluðu baby bar prófi áður en hún náði því árið 2021. Í viðtali árið 2022 sagði Kim að hana dreymdi um það að opna lögfræðistofu einn daginn.

Einn kennara hennar segir námsferil Kim hafa verið hvetjandi. 

„Fyrir sex árum gekk Kim inn í námið með ekkert nema brennandi áhuga á að berjast fyrir réttlæti. Engir lagaskólafyrirlestrar, engin forréttindi, bara ákveðni.“  Segir kennarinn Kim hafa varið 18 klukkustundum, 48 vikur á ári í sex ár í námið. „Það eru 5184 klukkutímar af lögfræðinámi. Tími sem Kim nýtti til að læra auk þess að ala upp fjögur börn, reka fyrirtæki, taka upp sjónvarpsþætti og mæta í dómssal til að reka hagsmuni annarra.“

Fjölskylda Kim skipulagði veisluna, en sjálf hélt hún að um væri að ræða hefðbundinn brunch með fjölskyldunni. 

Kim getur næst tekið lögfræðipróf (e. Bar exam) sem gerir henni kleift að starfa sem lögmaður í Kaliforníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Forsprakki Manowar segir Íslendingum að brýna stálið – „Búist við tónleikum þar sem jörðin undir fótum ykkar skelfur“

Forsprakki Manowar segir Íslendingum að brýna stálið – „Búist við tónleikum þar sem jörðin undir fótum ykkar skelfur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur stjarnan úr einu umtalaðasta tónlistarmyndbandi sögunnar út í dag

Svona lítur stjarnan úr einu umtalaðasta tónlistarmyndbandi sögunnar út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með kærustunni og vinkonu hennar – Það hafði ófyrirséðar afleiðingar

Fór í trekant með kærustunni og vinkonu hennar – Það hafði ófyrirséðar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar íbúðir seljast verr en áður – En hvað kosta íbúðir í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu?

Nýjar íbúðir seljast verr en áður – En hvað kosta íbúðir í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni

Quarashi koma saman aftur á Lopapeysunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“

Feilspor Viðars hefur fengið 1,6 milljón áhorfa – „Ótrúleg tímasetning!“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk

Ormhildarsaga glæný íslensk teiknimyndasería fyrir börn er tímamótaverk
Fókus
Fyrir 1 viku

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu

Aukasýning á vinsælustu ABBA sýningu heims í Hörpu