fbpx
Sunnudagur 15.júní 2025
Fókus

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Fókus
Þriðjudaginn 20. maí 2025 09:18

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikaranum Denzel Washington var ekki skemmt þegar hann mætti á frumsýningu nýjustu myndar sinnar, Highest 2 Lowest, á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær.

Denzel, sem er orðinn sjötugur, lenti þá í orðaskiptum við ljósmyndara sem virtist sýna aðeins of mikla ákefð í störfum sínum að mati leikarans.

Leikarinn sást meðal annars benda fingri að ljósmyndaranum og segja nokkur vel valin orð við hann. Eitthvað sem ljósmyndarinn gerði virðist hafa farið fyrir brjóstið á Denzel og hefur Mail Online nú fengið varalesarann Jeremy Freeman til að varpa ljósi á orðaskiptin.

Segir Freeman að Denzel hafi verið óánægður með að ljósmyndarinn hafi snert hann eða gripið í handlegg hans.

„Leyfðu mér að segja þér eitt – hættu, hættu – ekki snerta mig aftur,“ virðist leikarinn segja við ljósmyndarann. Ljósmyndarinn virtist ekki kippa sér mikið upp við þetta og glotti framan í leikarann. „Ég er að tala við þig, hættu, ókei,“ segir Denzel þá.“

Ljósmyndarinn virðist segja „já, já, já“ áður en hann grípur aftur í leikarann og spyr hvort hann megi taka mynd. Á þeim tímapunkti virðist Denzel fá sig fullsaddan og öskrar til baka: „Hættu þessu, hættu þessu, hættu þessu. Ég meina það. Hættu, hættu þessu.“

Highest 2 Lowest hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu en myndinni er leikstýrt af Spike Lee. Um er að ræða einskonar endurgerð af mynd japanska meistarans Akira Kurusawa, High and Low, frá árinu 1963. Myndin kemur í almennar sýningar í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Breytir nafninu sínu aftur

Breytir nafninu sínu aftur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990

Tónlistin er að styttast – Lög eru 48 sekúndum styttri en árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“

„Reynum ekki að þröngva spíra með hópþrýstingi, smánun og samviskubitsvæðingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin

Bianca Censori endurtók leikinn – Hefði alveg eins getað verið nakin