fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Eva Laufey og Haraldur selja einbýlishúsið – Eldhúsið eitt það þekktasta á landinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. maí 2025 18:20

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin, Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og Har­ald­ur Har­alds­son, deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo, hafa sett einbýlishús sitt við Reynigrund á Akranesi á sölu. Ásett verð er 119 milljónir.

„Við höfum ákveðið að setja fallega heimilið okkar á sölu. Hér höfum við átt dásamleg ár í frábæru hverfi með einstökum nágrönnum. Það er virkilega gott að búa hér og við vonum að nýir eigendur njóti þess eins og við höfum gert,“ skrifar Eva Laufey í færslu á Facebook. Húsið keyptu hjónin árið 2016 fyrir 39,5 milljónir króna

Húsið er 184 fm á einni hæð, þar af bílskúr 42 fm, byggt árið 1978. 

Húsið samanstendur af eldhúsi með búri og þvottahúsi inn af, stofu og borðstofu í einu rými þar sem gengið er út á sólpall, forstofuherbergi og þrjú önnur svefnherbergi, gestasnyrtingu, og baðherbergi. Bílskúr með 3ja fasa rafmagni. afstúkuð geymsla með glugga í enda bílskúrs. 

Eldhúsið er með þekktari eldhúsum landsins, en þar hefur Eva Laufey bæði eldað og myndað fyrir matreiðslubækur sínar sem eru fjórar talsins og hafa allar komið út hjá Sölku bókaforlagi. Sömuleiðis voru matreiðsluþættir hennar sem sýndir voru á Stöð 2 teknir upp í eldhúsinu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“