fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fókus

Dramatísk vinslit mitt í dramatískum málaferlum – „Hún sér núna öll rauðu flöggin“

Fókus
Föstudaginn 23. maí 2025 20:30

Taylor Swift og Blake Lively fyrir rúmu ári síðan á meðan allt lék í lyndi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Taylor Swift og leikkonan Blake Lively höfðu lengi verið perluvinkonur. Saman í gegnum súrt og sætt. En nú hefur vinskapurinn súrnað svo mikið að hann á líklega ekki afturkvæmt. Erlendir miðlar greina nú frá því að söngkonan óski þess helst að hún hefði aldrei kynnst Lively.

Dramatísk málaferli

Blake Lively hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna mánuði út af málaferlum hennar gegn fyrrum mótleikara sínum, Justin Baldoni, sem hún sakar um að hafa skapað eitraðar vinnuaðstæður við tökur myndarinnar It Ends With Us, fyrir að hafa áreitt hana kynferðislega og fyrir að hafa svo reynt að fela áreitnina með því að hefja ófrægingarherferð. Á sama tíma hefur Baldoni, sem jafnframt var leikstjóri myndarinnar, stefndi leikkonunni og sakaði hana um ófrægingarherferð gegn sér.

Það var Baldoni sem ákvað að blanda Swift inn í málaferlin og óskaði eftir því að hún yrði leidd fyrir dómara sem vitni. Baldoni heldur því meðal annars fram að leikkonan hafi fengið vinkonu sinni það verkefni að þrýsta á hann að samþykkja breytingar á handritinu sem Lively hafði skrifað. Eins hefði Swift skipt sér af leikaravali og orðið til þess að Baldoni réð ungu leikkonuna Isabela Ferrer.

Swift hefur þó harðneitað því að hafa skipt sér af kvikmyndinni með öðrum hætti en að heimila notkun á einu lagi hennar. Hún kærði sig ekki um að vera vitni í málinu og sagði að Baldoni væri þarna að reyna að nota nafn hennar og frægð til að draga athygli almennings frá ásökunum leikkonunnar gegn honum.

Segir leikkonuna hafa hótað vinkonu sinni

Baldoni var þó ekki af baki dottinn. Fyrir um hálfum mánuði sendi hann dómstólum gögn þar sem því er haldið fram að Lively hafi haft í hótunum við Swift til að fá hana til að styðja leikkonuna í þessum málaferlum. Lively harðneitaði þessu og krafðist þess að dómari virti þessi gögn að vettugi. Dómari féllst á kröfu leikkonunnar. Talsmaður Lively sagði við Fox-fréttastofuna: „Það tók dómstóla minna en sólarhring að sjá í gegnum ótengdar, óviðeigandi og meiðandi ásakanir herra Freedmans [lögmanns Baldoni], dæma þær dauðar og ómerkar, vísa þeim frá og eins var herra Freedman varaður við því að frekari aðgerðir í þessum dúr gætu valdið viðurlögum.“

Hélt Baldoni því meðal annars fram að hann hefði heyrt það frá áreiðanlegum heimildum að Lively hafi beðið Swift um að eyða skilaboðum sem höfðu gengið á milli þeirra og eins krafið söngkonuna um að birta opinbera stuðningsyfirlýsingu ellegar myndi leikkonan birta persónuleg skilaboð um einkamál söngkonunnar.

Dramatísk vinslit

Þetta drama mun þó hafa sett strik í reikninginn hvað vinskap þeirra Swift og Lively varðar. Til dæmis tóku netverjar eftir því á dögunum að kærasti Swift, íþróttamaðurinn Travis Kelce, er hættur að fylgja eiginmanni Lively, leikaranum Ryan Reynolds, á Instagram.

Heimildarmenn úr búðum Swift hafa rætt við fjölmiðla og segja að söngkonan upplifi framkomu leikkonunnar sem svik. Swift hafi ekki haft nokkurn áhuga á að vera bendluð við þessi málaferli og henni finnist eins og Lively sé að reyna að nota sig. Heimildarmenn segja að söngkonan sé þó fegin að þessi vinátta sé úr sögunni.

„Ef Taylor ætti eina ósk yrði hún að hafa aldrei hitt Blake,“ sagði heimildarmaður í samtali við Daily Mail. „Það hafa verið góðir tímar í vinskapnum, en þetta mál núna með Baldoni trompar þá.“ Þegar Taylor lítur til baka yfir vináttuna þá áttar hún sig á því að hann var ekki streitunnar, sem Blake er að valda henni, virði. Hún sér núna öll rauðu flöggin sem hún hefði átt að sjá fyrr.

Taylor þurfti að hemja Blake ítrekað því sú síðarnefnda vildi vera leiðtoginn í hópnum. Taylor er fegin að þeirra samskipti eru búin. Hún hefur sætt sig stælana í Blake alltof lengi bara því hún er traustur vinur. Það tók It Ends With Us dramað til að binda endi á þetta.“

Kærasti Swift er sagður styðja við bakið á henni í gegnum þetta og sé sömuleiðis ofboðið að Blake og eiginmaður hennar hafi reynt að nota þau í málaferlum sínum. Þau hafi því heitið hvort öðru því að þessum vinskap sé nú endanlega lokið.

Áratug af vinskap lokið

Leikkonan og söngkonan vinguðust hvor við aðra árið 2015 en þá birtust myndir af þeim í skemmtigarði í Ástralíu. Ári síðar sást til Lively og eiginmanns hennar í þjóðhátíðarpartý hjá söngkonunni og í desember 2016 var vinskapurinn innsiglaður þegar leikkonan birti afmæliskveðju til söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Í nóvember 2017 birtist dóttir Lively í tónlistarmyndbandi söngkonunnar. Þarna varð aðdáendum ljóst að þær væru miklar vinkonur og segir sagan að Swift sé guðmóðir barna Lively.

Swift hefur meira að segja gefið út lag þar sem hún vísar til þriggja dætra leikkonunnar, en þá hafði sú fjórða ekki enn komið í heiminn. Leikkonan leikstýrði svo einu tónlistarmyndbandi fyrir vinkonu sína árið 2021.

Þegar Swift vann til verðlauna á tónlistarhátíðinni AMA árið 2022 þakkaði hún vinkonu sinni sérstaklega í þakkarræðu sinni.

„Ég vil nýta þetta tækifæri til að þakka manneskjunni sem leikstýrði myndbandinu við lagið I Bet You Think About Me, fallegu, snjöllu vinkonu minni, leikstjóranum mínum, Blake Lively.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Talsmaður Denzel Washington tjáir sig um atvikið á rauða dreglinum

Talsmaður Denzel Washington tjáir sig um atvikið á rauða dreglinum
Fókus
Í gær

Popptaktar hjartakrúsarans vekja athygli netverja

Popptaktar hjartakrúsarans vekja athygli netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnd fyrir hrokafulla framkomu: „Lít ég út fyrir að borða kolvetni?“

Gagnrýnd fyrir hrokafulla framkomu: „Lít ég út fyrir að borða kolvetni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“

„Fyrirtækið var til dæmis orðið það stórt að ég réð því ekkert, fyrirtækið réð yfir mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Stína selur heillandi miðbæjarperlu

Hanna Stína selur heillandi miðbæjarperlu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“

Jón Viðar gagnrýnir gagnrýni á gagnrýni Jónasar Sen – „En það er nú bara minn smekkur“