fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Fókus

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir

Fókus
Þriðjudaginn 20. maí 2025 07:59

Sharon Osbourne varar við notkun Ozempic. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjar myndir af sjónvarpsstjörnunni Sharon Osbourne hafa verið að vekja mikla athygli, en það er enn og aftur útlit hennar sem hefur verið að vekja þessa athygli.

Sharon virðist ekkert ganga að þyngjast á ný, en stjarnan hefur talað opinberlega um það að hún hafi verið á Ozempic en sjái eftir því, þar sem hún léttist of mikið og eigi erfitt með að bæta aftur á sig.

Fyrir tæplega tveimur árum síðan sagði Sharon í spjallþætti Piers Morgan að hún væri orðin „of grönn“ eftir að hafa notað Ozempic til að grennast og að matarlystin hennar væri ekki komin að fullu til baka.

„Ég varð að hætta. Ég vildi ekki verða svona grönn en það bara gerðist,“ sagði hún og bætti við: „Ég bæti þessu örugglega á mig aftur.“

Nú eru að verða tvö ár liðin og ekkert gengur. Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline telur Sharon að „þessi megrunarlyf hafi eyðilagt brennsluna hennar og að það sé engin leið fyrir hana til baka.“

Heimildarmaðurinn bætti við: „Hún getur ekki bætt aftur á sig, og hún þarf að þyngjast af heilsufarslegum ástæðum. Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax (e. quick fix).“

Mynd/Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjóðin orðlaus yfir stigagjöf dómnefnda í Eurovision – „Hvað í helvítinu er að gerast!“

Þjóðin orðlaus yfir stigagjöf dómnefnda í Eurovision – „Hvað í helvítinu er að gerast!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“

Þetta hafði þjóðin að segja um frammistöðu VÆB í kvöld – „Við hljótum að vinna þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated

58 ára og sjóðheit framan á forsíðu Sports Illustrated
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug

Justin Bieber rýfur þögnina um Diddy – Myndband af þeim vakti óhug