fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. maí 2025 12:00

Mynd: Grok. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi og gegn barnaverndarlögum með því að hafa mánudaginn 9. október árið 2023 tekið upp án samþykkis myndband á farsíma sinn af tveimur drengjum þar sem sást í rass þeirra og kynfæri. Er hann þar með sagður hafa framleitt myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan hátt.

Ákæra málsins er nafn- og staðreyndahreinsuð. Kemur fram að atvikið átti sér stað í búningsklefa í Reykjavík en ekki koma fram nánari upplýsingar um staðsetningu. Að öllum líkindum er um að ræða búningsklefa sundstaðar.

Í ákærunni segir ennfremur: „Með háttsemi sinni sýndu ákærði börnunum jafnframt yfirgang, ósiðlegt athæfi og vanvirðandi framkomu.“

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þann 19. maí. Þinghald í málinu er lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald