fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

Fókus
Fimmtudaginn 1. maí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. John Scharffenberg, fyrrverandi prófessor í næringarfræði við Loma Linda-háskólann í Kaliforníu, hefur opinberað sjö lífsstílsvenjur sem flestir ættu að geta tileinkað sér til að lifa lengra og heilbrigðara lífi.

Sjálfur segist John ekki telja að erfiðir hafi stuðlað að langlífi og góðri heilsu hans og bendir á að móðir hans hafi dáið á sjötugsaldri úr Alzheimer og faðir hans af völdum hjartaáfalls 76 ára. Þá létust báðir bræður hans þegar þeir voru mun yngri en hann er í dag.

Í röð fyrirlestra á YouTube opinberar hann ráðleggingar sínar um hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði með tiltölulega einföldum aðgerðum.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að John sé fæddur í desember 1923, en hann býr enn þá einn, ferðast um heiminn og keyrir þrátt fyrir að vera orðinn rúmlega hundrað ára. John leggur einkum áherslu á sjö atriði þegar kemur að baráttunni við elli-kerlingu.

Regla 1 – Aldrei reykja!

John hefur aldrei reykt og bendir hann á að skaðsemi tóbaks hafi verið vel þekkt um áratugaskeið. Hann segir að reykingar skaði nær öll líffæri líkamans og séu ein helsta ástæða ótímabærra dauðsfalla um allan heim. Bent er á að í Ástralíu hafi 20.500 manns látist árið 2018 vegna sjúkdóma tengdum reykingum.

Regla 2 – Áfengisneysla

John neytir ekki áfengis og segir hann það vera lykilatriði að forðast neyslu á því í lengstu lög. Hann segir að þrátt fyrir að rannsóknir bendi til þess að lítil neysla á áfengi, til dæmis eitt rauðvínsglas, geti haft jákvæð áhrif bendir hann á aukin hætta á krabbameini vegi upp á móti hugsanlegum ávinningi. Endurspeglar þetta leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem segir að engin neysla á áfengi sé öruggasta leiðin.

Regla 3 – Hreyfðu þig, sérstaklega eftir fertugt

John segir að þó hann sé næringarfræðingur sé hann þeirrar skoðunar að hreyfing sé mikilvægari en næring. Hann leggur áherslu á að mikilvægustu árin til að viðhalda hreyfingu séu eftir fertugt, einmitt um það leyti sem við byrjum ferð okkar niður hæðina, ef svo má segja. „Á þessum tíma slaka flestir á, eiga meiri peninga, borða meira og hreyfa sig minna sem er ekki rétta leiðin.“

John segir að hans uppáhaldshreyfing sé að dunda sér við garðyrkju í garðinum og fara í kraftgöngu. Bendir hann á rannsókn þar sem fram kom að þeir sem ganga meira en 3 kílómetra á dag lifa mun lengur að jafnaði en þeir sem hreyfa sig minna.

Regla 4 – Ekki narta, borðaðu samkvæmt klukkunni

Þó að John sé þeirrar skoðunar að hreyfing sé mikilvægari en næring er það ekki svo að næring skipti ekki máli. „Borðaðu á réttum tíma, sem þýðir, ekki narta.“ Leggur hann áherslu á að fólk borði fjölbreytt matvæli sem ekki eru unnin og aðalatriðið sé að halda sér í kjörþyngd. Í einum fyrirlestri sínum ræðir John einnig um föstur og bendir á að hann borði yfirleitt síðustu máltíð dagsins síðdegis og ekki aftur fyrr en um klukkan 6:30 daginn eftir.

Regla 5 – Íhugaðu að sleppa kjöti alveg

John hefur alltaf verið grænmetisæta, fyrir utan stuttan tíma í kringum tvítugt þegar hann prófaði kjöt. Hann borðar mjólkurvörur og egg og elskar að borða mangó, plómur, kartöflur og ýmsar hnetur og fræ. Hann segir að grænmetisfæði sé „besti kosturinn“ þar sem kjötneysla getur aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum.

Regla 6 – Dragðu úr neyslu á mettaðri fitu

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að þessi regla tengist reglunni hér á undan þar sem mikið magn mettaðrar fitu kemur úr kjöti eins og nautakjöti og svínakjöti.

Regla 7 – Ekki hlusta þegar líkaminn kallar á sykur

John bendir á að skýr tenging sé á milli sykurneyslu og hjartasjúkdóma og öðrum heilsuvandamálum sem tengjast þyngdaraukningu. Hann leggur áherslu á að nota lítinn sykur og í uppskriftum að reyna að minnka sykur eins og hægt er og skipta honum út fyrir hollari kosti ef mögulegt er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn

Vikan á Instagram – Einhleypur erfingi og sköllóttir frægir menn