fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Kristbjörg hreinskilin um fyrirtækjareksturinn: „Eins og að vera um borð í rússíbana“

Fókus
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 12:36

Kristbjörg Jónasdóttir. Mynd/@krisjfitness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaþjálfarinn og athafnakonan Kristbjörg Jónasdóttir opnar sig um hvernig það er að eiga og reka fyrirtæki.

Kristbjörg á fyrirtæki með eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Aroni Einari Gunnarssyni, og gefa þau út húðvörur undir nafninu AK Pure Skin.

Eins og þeir sem hafa staðið í rekstri vita þá er oft erfitt að „hætta“ í vinnunni og loka tölvunni, en Kristbjörg segir það mikilvægt að stoppa og njóta litlu sigranna.

„Ég sat í níu klukkutíma fyrir framan tölvuskjáinn í dag, eitthvað sem ég mæli alls ekki með en stundum er þetta bara svona. Eftir á fann ég fyrir þörf að fara út að hlaupa og hreyfa líkamann,“ segir Kristbjörg.

Hún segir að eftir daginn hafi henni liðið eins og hún hefði sigrað heiminn og brosti breitt.

„Þetta var góður dagur, stór dagur, það gekk vel í dag. En líka góð áminning að stoppa og njóta sigranna, meira að segja litlu sigranna.

Að reka fyrirtæki er eins og að vera um borð í rússíbana. Sumir dagar eru töfrum líkastir, aðrir eru eins og að þú sért að spretta upp brekku í stormi. En hvert einasta augnablik – bæði gott og slæmt – er hluti af ferðalaginu. Ferðalagi sem ég er óendanlega þakklát fyrir að vera hluti af með teyminu mínu. Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér en ég held áfram að mæta.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný