fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fókus

Donald Trump urðar yfir George Clooney – „Annars flokks leikari“

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney fékk gagnrýni úr óvæntri átt í gærkvöldi þegar sjálfur forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, urðaði yfir hann.

Tilefnið var viðtal sem Clooney veitti fréttaskýringaþættinum 60 Mínútum og var birt í gær, en þar talaði hann um frumraun sína á Broadway þar sem hann leikur blaðamanninn Edward R. Murrow í Good Night and Good Luck.

Í viðtalinu kom pólitík einnig við sögu en hann ræddi meðal annars þá ákvörðun sína að draga til baka stuðning sinn við Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna á liðnu ári.

Clooney, sem hefur stutt dyggilega við bakið á Demókrötum, kallaði eftir því í fyrrasumar að Biden myndi stíga til hliðar og Kamala Harris taka við keflinu og berjast við Trump um hylli kjósenda. Í viðtalinu skaut hann einnig á ríkisstjórn Trumps og fyrstu vikurnar með hann í embætti.

Trump lét í sér heyra á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, eftir að viðtalið birtist. Sagði hann að viðtalið væri „puff piece“ – sem vísar meðal annars til umfjöllunar um frægt fólk þar sem eingöngu er einblínt á jákvæða eiginlega þess. Þá kallaði hann Clooney, sem hefur í tvígang fengið Óskarsverðlaun „annars flokks leikara“.

„Hann barðist grimmilega fyrir syfjaða Joe,“ sagði hann og vísaði í Joe Biden. „Og svo, strax eftir kappræðurnar, sparkaði hann honum eins og hundi,“ sagði forsetinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól

Spá Ellýjar: Hefur áhyggjur af Guðmundi Inga og sér hann ekki setjast aftur í ráðherrastól
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Alþingiskosningar næsta haust og Íslendingur vinnur EuroJackpot
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar

Ásgeir Kolbeins steinhissa á jólagjöf til Heru konu sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“

Áramótaspá Ellýjar fyrir Valkyrjurnar: „Við erum að fara í svakalegar breytingar þegar kemur að stjórnmálum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu

„Öðruvísi“ jólamatur – Djásn hægeldunar, tákn eftir grænkeraföstu og fiskurinn í baðinu