fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fókus

Vilhjálmi fannst óþægilegt að Meghan var alltaf að faðma hann

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 19:30

Meghan Markle Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmi Bretaprins fannst afar óþægilegt að Meghan Markle, þá kærasta Harry bróður hans, faðmaði hann í hvert skipti sem þau hittust. Blíðuhót Markle, sem voru á öndverðum meiði við stirðbusaleg og stíf samskipti konungsfjölskyldunnar, urðu líka til þess að sögusagnir fóru á kreik um að hún væri að gera hosur sínar grænar fyrir Vilhjálmi.

Þetta kemur fram í nýrri bók um bresku konungsfjölskylduna, Yes Ma’am: The Secret Life of Royal Servants, þar sem þjónustufólk konungshirðarinnar tjáir sig um hvað gekk á bak við tjöldin.

Bókin fjallar um árin 2016 – 2020 þegar allt lék enn nokkurn veginn í lyndi milli bræðranna þó að samskiptin væru tekin að stirðna nokkuð. Segir í bókinni að Vilhjálmur hafi tekið sögusagnirnar mjög inn á sig og þær hafi orðið til þess að samskiptin milli hans og Harry versnuðu.

Þá hafi Meghan átt erfitt með að aðlagast því að formlegheitin sem fjölskyldan sýndi af sér í opinberum athöfnum hélt áfram í daglegu lífi þeirra bak við luktar dyr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Í gær

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða