fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

„Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 12:09

Mynd: Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skólafólk lítur stundum á það að skóli sé fyrst og fremst vinnustaður kennara. En skólinn á að vera vinnustaður fjölbreytts hóps,“

segir Atli Magnússon atferlisfræðingur og framkvæmdastjóri Arnarskóla. Hann hefur starfað í mörg ár með börnum og deilir reynslu sinni í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins.

Segir hann frábært ef atferlisfræðingur væri í hverjum skóla.

„Ég veit að í skólum eru til dæmis börn sem koma frá stríðshrjáðum löndum, flóttamenn, sem hafa upplifað sprengjur. Alvöru lífshættu og mikill kvíði tengdur því. Að hafa upplifað það að vera í byggingu sem er sprengd upp hefur áhrif á til dæmis ef þú ert í matsalnum og það er mikill hávaði. Það getur kallað fram mjög sterk tilfinningaviðbrögð og barnið getur misst stjórn á skapi sínu og ráðist á starfsmann. Versta fyrir svona barn er að það sé rekið úr skóla, að því sé hafnað af samfélaginu og sent eitthvert annað.“

Atli segist vita af börnum sem koma frá brotnum heimilum, jafnvel þar sem annað foreldrið hefur yfirgefið fjölskylduna og hafnað barninu. Það sé hræðilegt fyrir slík börn að vera rekin úr skóla og send í annan skóla fyrir börn sem eiga við vanda að stríða.

„Það er frábært meðal annars í Hörðuvallaskóla þar sem okkur hefur tekist með sum börn að koma á móts við þarfir þeirra á staðnum. Þeim var ekki hafnað þrátt fyrir erfiða hegðun. Þeim hefur verið tekið og komið til móts við þau og þeim líður svo miklu betur á eftir. Þetta er svo miklu farsælla fyrir barnið að fá að vera í sínum skóla, heldur en að vera send eitthvað annað.“

Atli segir slíka vinnu þó flókna og kalla á samvinnu milli kennara, þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, atferlisfræðing.

„En þegar vel tekst til þá erum við með miklu betri skóla sem kemur þá miklu betur til móts við þarfir þessara krakka sem þurfa á þessu að halda.“

Atli segir að í mörgum skólum hafi tekist mjög vel til að koma til móts við flóttabörn sem koma frá stríðshjáðum löndum, börn sem hafa misst fjölskyldumeðlimi eða koma frá brotnu baklandi.

„Skólinn getur gjörbreytt aðstæðum. Að það sé einn einstaklingur sem barnið getur tengst, einhver einn fasti sem maður getur treyst getur breytt öllu. Það getur verið húsvörðurinn, kokkurinn, kennarinn, stuðningsfulltrúinn. Það getur breytt lífi barna ef það er einn fullorðinn einstaklingur sem barnið getur treyst á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“