fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Hvað er konudagur?

Fókus
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er konudagur og því ekki úr vegi að rifja sem snöggvast upp sögu hans rétt áður en honum lýkur.

Konudagur er fyrsti dagur hins forna  mánaðar Góu sem hefst á sunnudegi í vikunni frá 18. – 25. febrúar, samkvæmt nútíma tímatali.

Í sveitasamfélaginu íslenska, áður fyrr, fögnuðu bændur og eiginmenn húsfreyjunni með því að fagna Góunni, en litið var svo á að Góan færði með sér vaxandi birtu og innganginn að vorinu.

Í yfirliti yfir sögu konudagsins segir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur frá því að elstu skrásettu dæmi þess að orðið konudagur sé notað um þennan fyrsta dag góumánaðar séu frá því um miðja 19. öld, en það gæti verið langtum eldra í talmáli. Elstu skrásettu dæmi þess að orðið Góa sé notað séu hins vegar frá því um 1200.

Hið forna tímatal hér á landi á rætur sínar að rekja allt aftur til tímans áður en Ísland varð kristið. Árni segir að haldið hafi verið upp á upphaf hinna gömlu vetrarmánuða en dregið hafi úr því töluvert þegar kristnin tók yfir en heimildir bendi til að á sumum heimilum hafi verið haldið í þessar hefðir.

Feimnismál

Árni segir að bæði Þorrafagnaður og Góufagnaður virðist þó hafa verið feimnismál á þeim öldum sem að kristinn strangtrúnaður ríkti á Íslandi. Þar hafi einkum tvennt skipt máli. Í fyrsta lagi að Góan byrji alltaf á sunnudegi svo þá hafi verið skárri matur í boði en aðra daga vikunnar. Í öðru lagi hafi Góan oftast byrjað inni í miðri lönguföstu og að þá hafi enn síður þótt við hæfi að bjóða upp á gleðskap.

Á 19. öld fór þetta hins vegar að taka breytingum. Um miðja öldina var byrjað að kalla fyrsta dag Góu konudag. Árni telur mögulegt að þetta sé komið frá Þingeyingum. Elsta dæmið sé frá Ingibjörgu Schulesen sýslumannsfrú á Húsavík og nokkrum áratugum síðar komi það fyrir í sögum eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi í Aðaldal. Um 1900 hafi það síðan verið orðið þekkt um allt land og árið 1927 var þetta heiti tekið upp í Almanak Þjóðvinafélagsins. Á fjórða áratug síðustu aldar hafi kaupmenn síðan farið að auglýsa sérstakan mat fyrir konudaginn og sumar stúkur Góðtemplarareglunnar auglýst kvöldskemmtanir á þessum degi um 1940.

Eitt helsta einkenni konudagsins hefur löngum verið að konur fái blóm. Árni segir þessa hefð þó ekki svo gamla. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hafi blómasalar farið að auglýsa konudagsblóm. Upphafsmaður þess hafi verið Þórður á Sæbóli í Kópavogi, en fyrsta blaðaauglýsing sem fundist hafi frá Félagi garðyrkjubænda og blómaverslana sé frá 1957.

Það er því ljóst að þótt konudagurinn sé tiltölulega nýlegur í íslenskri sögu þá eru rætur hans ævafornar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“