fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Fékk áfall þegar hún komst að því að dóttir hennar hafi verið með 44 ára eldri karlmanni

Fókus
Þriðjudaginn 9. desember 2025 10:30

Kimora Lee og Aoki Lee. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatahönnuðurinn og fyrrverandi fyrirsætan Kimora Lee Simmons opnar sig um hvernig henni leið þegar hún komst að því að dóttir hennar, Aoki Lee Simmons, 23 ára, hafi verið með karlmanni sem er 44 árum eldri en hún.

Vorið 2024 átti Aoki í stuttu ástarsambandi við veitingamanninn Vittorio Assaf, 67 ára. Faðir Aoki er tónlistarmógullinn Russel Simmons.

Kimora Lee ræddi um þetta í hlaðvarpinu Not Skinny but Not Fat. Hún sagði að hún hafi verið í áfalli þegar hún frétti af þessu og að erfiðast hafi verið að sjá myndirnar af þeim kyssast á ströndinni sem fóru í dreifingu.

Sjá einnig: Óhugur vegna ástarsambands dóttur Russell Simmons og karlmanns sem er 44 árum eldri

Kimora sagði einnig að hún hafi sjálf gengið í gegnum svipað samband þegar hún var yngri og var því enn frekar á móti pöruninni.

„Eftir að hafa gengið í gegnum svipað, samband með svona stóru aldursbili, mér finnst það vera óviðeigandi af hálfu eldri aðilans (predatorial),“ sagði hún. Margir velta fyrir sér hvort hún sé að tala um samband hennar og Russell Simmons, en hún var 17 ára og hann var 35 ára þegar þau byrjuðu saman.

Lífið í sviðsljósinu

Kimora passaði sig samt að bregðast ekki of harkalega við þegar hún ræddi við dóttur sína, en sem betur fer lauk sambandinu jafn fljótt og það byrjaði.

Hún sagðist trúa því að það sé mikilvægt að leyfa börnum að gera eigin mistök og læra af þeim, jafnvel þó það vekji heimsathygli.

„Svoleiðis er það þegar maður lifir í sviðsljósinu, það getur verið mjög erfitt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið