

Hingað til hafa leikarar á borð við Aaron Taylor-Johnson, Theo James, Idris Elba, James Norton og Martin Compston verið orðaðir við hlutverkið. En sá sem er hvað mest í umræðunni núna er breski leikarinn Callum Turner.
Turner er 35 ára gamall og hefur komið víða við á ferli sínum. Hann er sennilega best þekktur fyrir leik sinn í Fantastic Beasts-myndunum en þá fór hann einnig með veigamikið hlutverk í þáttunum Masters of the Air sem frumsýndir voru í fyrra. Turner er kærasti söngkonunnar Dua Lipa.
Í frétt News.co.au kemur fram að samkvæmt breska veðbankanum Coral hafi líkurnar á Turner verði næsti Bond aukist til muna og er hann núna talinn líklegastur í hlutverkið. Er það rakið til nýjustu myndar hans, Eternity, þar sem hann fer með aðalhlutverkið á móti Elizabeth Olsen.
Á eftir Turner koma leikararnir Theo James og Henry Cavill.
Vinna við næstu Bond-myndina þokast áfram en Amazon MGM Studios staðfesti nýlega að Steven Knight sé að skrifa handritið að nýju myndinni. Hann er best þekktur fyrir að hafa skrifað þættina vinsælu Peaky Blinders. Þá mun Denis Villeneuve leikstýra væntanlegri kvikmynd.
