

Fertuga dúllan Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur hefur slegið í gegn með fræðibókum sínum. Kristín Svava hefur sent frá sér fræðirit og ljóðabækur og einnig birt ljóðaþýðingar og samið söngtexta.
Árið 2023 hlaut Kristín Svava Fjöruverðlaunin í flokki fræðarita fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Ári síðar hlaut bók hennar og Guðrúnar Elsu Bragadóttur, Duna. Saga kvikmyndagerðarkonu, tilnefningu til sömu verðlauna. Árið 2021 hlaut hún tvenn Fjöruverðlaun fyrir Hetjusögur og Konur sem kjósa: Aldarsaga, sem hún skrifaði ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.
Farsótt og Konur sem kjósa voru einnig tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í ár kom svo út bókin Fröken Dúlla: Ævisaga sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Sannarlega glæsilegur árangur hjá Kristínu Svövu sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, faðir hennar er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld. Líkt og dóttirin er Tómas sagnfræðingur og einnig margverðlaunaður fyrir verk sín á tónlistarsviðinu, en hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir djazzplötu ársins og djazztónverk ársins, oftar enn einu sinni.
Tómas er einnig með BA-próf í spænsku og hefur þýtt bækur suður-amerískra höfunda eins og Gabriel García Márques og Isabel Allende.