fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. desember 2025 07:30

Feðginin ásamt styttu af ljóðskáldinu Jóhannesi úr Kötlum sem er í Búðardal. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertuga dúllan Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur hefur slegið í gegn með fræðibókum sínum. Kristín Svava hefur sent frá sér fræðirit og ljóðabækur og einnig birt ljóðaþýðingar og samið söngtexta. 

Árið 2023 hlaut Kristín Svava Fjöruverðlaunin í flokki fræðarita fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Ári síðar hlaut bók hennar og Guðrúnar Elsu Bragadóttur, Duna. Saga kvikmyndagerðarkonu, tilnefningu til sömu verðlauna. Árið 2021 hlaut hún tvenn Fjöruverðlaun fyrir Hetjusögur og Konur sem kjósa: Aldarsaga, sem hún skrifaði ásamt Erlu Huldu Halldórsdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur.

Farsótt og Konur sem kjósa voru einnig tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í ár kom svo út bókin Fröken Dúlla: Ævisaga sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá Kristínu Svövu sem á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana, faðir hennar er Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og tónskáld. Líkt og dóttirin er Tómas sagnfræðingur og einnig margverðlaunaður fyrir verk sín á tónlistarsviðinu, en hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir djazzplötu ársins og djazztónverk ársins, oftar enn einu sinni.

Tómas er einnig með BA-próf í spænsku og hefur þýtt bækur suður-amerískra höfunda eins og Gabriel García Márques og Isabel Allende.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því