fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Fókus
Sunnudaginn 14. desember 2025 07:30

Húðflúrari að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem hefur skreytt húð sína með húðflúrum gæta óafvitandi stofnað heilsu sinni í hættu að því er ný rannsókn  bendir til. Svissneskir vísindamenn rannsökuðu áhrif húðflúrbleks með því að húðflúra 40 mýs með svörtu, rauðu og grænu bleki á fæturna.

Svissneskir vísindamenn hafa komist að nokkrum uggvænlegum niðurstöðum eftir að hafa rannsakað áhrif húðflúrsbleks á líkamann.

Þrátt fyrir að rannsóknir hafi verið gerðar á eituráhrifum þess vildu vísindamennirnir kanna hvernig það getur haft áhrif á ónæmissvörun okkar. Rannsóknarteymið, undir forystu prófessors Santiago Gonzalez, húðflúraði 40 mýs með svörtu, rauðu og grænu bleki á fæturna.

Síðan var fylgst með þvíhvernig blekið dreifðist í músunum með svokallaðri rafeindasmásjá, samkvæmt rannsókninni sem birt var í Proceedings of the National Academy of Sciences. Sérfræðingar komust að því að húðflúrsblekið ferðaðist hratt í gegnum sogæðakerfi húsanna og innan fárra klukkustunda hafði hlutfallslega mikið magn af efninu safnast fyrir í eitlum dýranna.

Sjá einnig: Ertu með húðflúr? Ef svarið er já þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig

Átfrumur, sem eru tegund hvítra blóðkorna, „gleyptu“ síðan blekið sem olli miklum bólguviðbrögðum í líkama músanna. Þessar átfrumur drápust svo með þeim afleiðingum að blekið lak úr þeim en svo hófst ferlið að nýju með nýmynduðum átfrumum.

Afleiðingin voru langvinnar bólgur í líkama músanna. Tveimur mánuðum eftir að hafa verið húðflúraðar voru bólgumerki í líkama þeirra fimm sinnum hærri en eðlilegt getur talist.

Haft er eftir Santiago Gonzalez, prófessornum sem var í forsvari fyrir rannsóknina, að þessar niðurstöður gætu verið váleg tíðindi fyrir þá sem skarta húðflúrum „Vandamálið er að til lengri tíma litið þreytir bólga ónæmiskerfið og þá eru meiri líkur á að fá sýkingar eða sumar tegundir krabbameins,“ sagði Gonzalez.

Til samanburðar greindi svissneska rannsóknarteymið einnig vefjasýni úr eitlum fólks með húðflúr og sagði Gonzales að þau hefðu verið „alveg full af bleki“, rétt eins og hjá músunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu