fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Ertu með húðflúr? Ef svarið er já þá erum við með slæmar fréttir fyrir þig

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 27. maí 2024 21:30

Húðflúrari að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýlegri rannsókn vísindamanna við Háskólann í Lundi í Svíþjóð er mögulegt að húðflúr hafi í för með sér 21 prósent meiri hættu á því að húðflúraðir einstaklingar fái krabbamein.

Það er Daily Mail sem greinir frá.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarnir eru 21 prósent meiri líkur á að húðflúraðir einstaklingar fái eitilfrumukrabbamein en einstaklingar sem ekki eru með húðflúr.

Eitilfrumukrabbamein hefur áhrif á hvítu blóðkornin í líkamanum sem leika lykilhlutverk við að berjast gegn hvers kyns sýkingum.

Tengslin milli eitilfrumukrabbameins og húðflúra eru talin eiga rætur sínar að rekja til krabbameinsvaldandi efna í bleki sem notað er til að skapa húðflúrin. Þegar þessum efnum er komið inn í húðina við húðflúrun þá skynjar ónæmiskerfi líkamans það sem utanaðkomandi ógn og fer af stað. Þetta viðbragð líkamans orsakar bólgur í líkamanum sem geta stuðlað að myndun krabbameins.

Rannsóknin fór í megindráttum þannig fram að fólk á aldrinum 20 til 60 ára sem greinst hafði með eitilfrumukrabbamein fékk spurningalista um lífstíl sinn, í þeim tilgangi að komast að því hvort viðkomandi væri með húðflúr. Til viðmiðunar var annar hópur fólks á sama aldri beðinn um að fylla sama spurningalista út en þessi hópur hafði ekki verið formlega greindur með eitilfrumukrabbamein. Í fyrrnefnda hópnum voru 1.400 manns en 4.193 í þeim síðarnefnda.

Stærðin skipti ekki máli

Í hópi þeirra sem greinst höfðu með eitilfrumukrabbamein voru 21 prósent með húðflúr en 18 prósent í hinum hópnum. Eftir að aðrir þættir eins og til dæmis aldur og hvort viðkomandi reyki voru teknir með í reikninginn komust vísindamennirnir eins og áður segir að þeirri niðurstöðu að 21 prósent meiri líkur séu á því að fá eitilfrumukrabbamein sé maður með húðflúr.

Vísindamennirnir höfðu áður sett fram þá tilgátu að stærð húðflúra hefði eitthvað að segja um hversu miklar líkurnar væru á aukinni hættu á eitilfrumukrabbameini. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að sú tilgáta stóðst ekki og stærð húðflúra hefur því ekki áhrif á hversu mikil hætta er á eitilfrumukrabbameini.

Vísindamennirnir eru ekki vissir um hvers vegna stærð húðflúranna skiptir ekki máli en segja áðurnefndna skýringu mögulega, um að við húðflúrun orsaki blekið bólgur þegar það kemst inn í húðina, sem geti komið krabbameini af stað. Tengslin milli húðflúrs og eitifrumukrabbameins séu því flóknari en þeir hafi áður talið.

Næst á döfinni hjá vísindamönnunum er að rannsaka hvort að tengsl eru milli annarra tegunda krabbameins og húðflúra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður