
Chelsea Xu birti myndbandið á TikTok.
„Þegar þú ert á Íslandi mun leiðsögumaðurinn segja þér að passa þig á hættulegustu strönd landsins. Það er mjög mikilvægt að þú hlustir,“ skrifaði hún með myndbandi af sér í Reynisfjöru þar sem alda felldi hana og hreif hana næstum því með sér í sjóinn.
Sem betur fer tókst henni að standa aftur upp og koma sér á öruggt svæði. Hún sló líka á létta strengi: „Ég hélt samt fast í símann.“
@chelseaxu12 strong hold of the phone though 👏🏼 #blacksandbeach #iceland ♬ original sound – 𝒶𝓂𝒶𝒾 🌀☀️
Reynisfjara er einn af varasömustu stöðum landsins eins og margítrekað hefur verið í fréttaflutningi. Níu ára gömul þýsk stúlka lést 2. ágúst og var það sjötta banaslysið í fjörunni á innan við áratug.
Þetta er ekki fyrsta myndbandið síðan þá þar sem litlu munar að sagan endurtaki sig. Í lok október birti annar ferðamaður myndband á TikTok þar sem mátti tvö börn í mikilli hættu.
Sjá einnig: Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru