

Bryan var handtekinn í borginni Eugene í Oregon fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir heimilisofbeldi, að því er segir í frétt People. Er hann nú í haldi í sýslufangelsinu í Lane og verður að óbreyttu látinn laus á miðvikudag.
Unnusta leikarans, Johnnie Faye Cartwright, var einnig handtekin og var hún kærð fyrir fimm brot, þar á meðal akstur undir áhrifum og tilraun til líkamsárásar.
Bryan er fæddur 1981 og varð hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í fyrrnefndum Home Improvement-þáttum sem sýndir voru á árunum 1991–1999.
Þar lék hann Brad Taylor, elsta son Tim „The Toolman“ Taylor sem leikinn var af gamanleikaranum Tim Allen.
Bryan var síðast handtekinn í janúar vegna gruns um heimilisofbeldi, en hann var sagður hafa ráðist með fólskulegum hætti að barnsmóður sinni. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna líkamsárása og fyrir að aka undir áhrifum.