

Áhrifavaldurinn Lára Clausen óskaði kærasta sínum og barnsföður, Jens Hilmari Wessman, til hamingju með afmælið á Instagram um helgina og birti í leiðinni nokkrar myndir, en það gerist ekki oft að hún veitir innsýn í líf þeirra saman.
„Til hamingju með afmælið ástin mín,“ skrifaði hún með myndasyrpunni.



Jens Hilmar er elsti sonur Róberts Wessman, forstjóra lyfjafyrirtækisins Alvotech, og eins ríkasta manns landsins. Parið byrjaði saman í fyrra og eignaðist dóttur í maí.
Sjá einnig: Lára Clausen nældi sér í Wessman