

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi ráðherra, fagnaði 35 ára afmæli í Kólumbíu með vinum sínum. Hún birti einlæga færslu á Instagram og sagðist ekki geta hugsað sér betri leið til að þakka fyrir annað ár.
„Ár sem hefur verið einstakt á svo marga vegu allt frá afmælisdeginum í fyrra þegar fram fóru alþingiskosningar,“ sagði hún og hélt áfram:
„Það að sækjast eftir að leiða Sjálfstæðisflokkinn 34 ára inn í nýja tíma var rétt ákvörðun, ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning og lærdóm sem það hafði í för með sér.
Það að ákveða að flytja til New York og setjast á skólabekk var líka rétt ákvörðun, ný reynsla og lærdómur sem ég sá ekki fyrir.
Þetta var ár breytinga fyrir mig persónulega, að stíga úr framlínu stjórnmálanna sem hafa sveipað öll mín fullorðinsár síðasta áratug gerir manni gott og gefur mér nýtt sjónarhorn á svo margt. Ég er stolt af þessu ári og hlakka til þess næsta. Takk fyrir fylgja mér í öllum þessum ævintýrum.“
Smelltu hér ef þú sérð ekki myndina hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram