
Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime tók ákvörðun um að láta leysa upp fylliefnið í vörunum eftir að hafa séð tvær „hrikalegar“ myndir af sér í vor. Hann greinir frá þessu í myndbandi á Instagram.
„Ég er orðinn 25 ára og ég tók eftir því núna í vor, þegar ég sá tvær hrikalegar myndir af mér, að varirnar mínar eru lowkey að springa. Og þar sem ég er orðinn 25 ára þá nenni ég ekki lengur að líta út eins og kynlífsdúkka. Þannig ég ætla að fara og minnka á mér varirnar,“ sagði hann og deildi umræddum myndum.


Áhrifavaldurinn fór til The Ward Group til að láta leysa upp fylliefnið, en það tók hann fjögur skipti að minnka varirnar. „Þá var ég tilbúinn að fara aftur og láta móta þær,“ segir Patrekur og bætir við að hann sé mjög ánægður með útkomuna.
„Þær eru svo kjút, ég er ekki lengur eins og klámstjarna. Period,“ sagði hann.
Hann sýndi frá öllu ferlinu í myndbandinu hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram