fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fókus

Inga Sæland virðist ekki taka skrifum Mörtu Maríu persónulega – Sjáðu myndina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 3. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt virðist leika í lyndi hjá Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Mörtu Maríu Winkel Jónasdóttur, blaðamanni og ritstjóra Smartlands á Mbl. Greinilegt er að ráðherrann erfir það ekki við Mörtu Maríu að hafa farið ófögrum orðum um klæðaburð hennar á síðum netmiðilsins.

Eflaust muna margir eftir harðskeyttum pistli sem hún skrifaði á Smartland í desember síðastliðinn, en pistillinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma.

Hún skrifaði:

„Næsta verk Ingu Sæ­land er að fá sér stíl­ista. Á meðfylgj­andi ljós­mynd­um sést hún í svört­um skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokka­bux­um við. Slík­ir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tek­ur við ráðherra­embætti. Þótt það sé nap­urt á Álfta­nesi eins og var í gær þá mega slík­ar boms­ur alls ekki sjást á tröpp­um Bessastaða. Fólk not­ar ökla­skó við síðbux­ur og helst við hvers­dags­leg­ar at­hafn­ir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundn­um spari­skóm með nokk­urra sentí­metra háum hæl. Skórn­ir frá Tam­ar­is hefðu til dæm­is átt vel, þægi­leg­ir en samt pen­ir. 

Fólk í ráðherra­embætt­um þarf að klæða sig á viðeig­andi hátt. Það má al­veg minna á að starf­inu fylg­ir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að end­ur­spegl­ast í fata­vali, förðun og hár­greiðslu.“

Sjá einnig: Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Í góðu stuði á árshátíð

Í ljósi þess fannst eflaust mörgum skemmtilegt að sjá hressandi mynd af þeim Mörtu Maríu og Ingu saman á árshátíð stjórnarráðsins um helgina. Marta mætti sem maki á árshátíðina en eiginmaður hennar, Páll Winkel, vinnur í ráðuneyti Ingu sem sérfræðingur hjá félags- og lífeyrisskrifstofu.

„Bestís,“ skrifaði Marta með myndunum af þeim vinkonunum í faðmlögum.

Smelltu hér ef þú sérð ekki myndina eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti