
Eflaust muna margir eftir harðskeyttum pistli sem hún skrifaði á Smartland í desember síðastliðinn, en pistillinn var harðlega gagnrýndur á sínum tíma.
Hún skrifaði:
„Næsta verk Ingu Sæland er að fá sér stílista. Á meðfylgjandi ljósmyndum sést hún í svörtum skóm sem ná upp að ökkla og er í 40 den sokkabuxum við. Slíkir skór ganga ekki við pils eða kjóla og alls ekki þegar fólk tekur við ráðherraembætti. Þótt það sé napurt á Álftanesi eins og var í gær þá mega slíkar bomsur alls ekki sjást á tröppum Bessastaða. Fólk notar öklaskó við síðbuxur og helst við hversdagslegar athafnir. Betra hefði verið að klæðast hefðbundnum spariskóm með nokkurra sentímetra háum hæl. Skórnir frá Tamaris hefðu til dæmis átt vel, þægilegir en samt penir.
Fólk í ráðherraembættum þarf að klæða sig á viðeigandi hátt. Það má alveg minna á að starfinu fylgir vald og ákveðin virðing og þarf slíkt að endurspeglast í fatavali, förðun og hárgreiðslu.“
Í ljósi þess fannst eflaust mörgum skemmtilegt að sjá hressandi mynd af þeim Mörtu Maríu og Ingu saman á árshátíð stjórnarráðsins um helgina. Marta mætti sem maki á árshátíðina en eiginmaður hennar, Páll Winkel, vinnur í ráðuneyti Ingu sem sérfræðingur hjá félags- og lífeyrisskrifstofu.
„Bestís,“ skrifaði Marta með myndunum af þeim vinkonunum í faðmlögum.
Smelltu hér ef þú sérð ekki myndina eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram