fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Fókus
Fimmtudaginn 27. nóvember 2025 08:13

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískubloggarinn og markaðsstjórinn Pattra Sriyanonge er afar ósátt með frétt Vísis um skilnað hennar og fyrrverandi fótboltamannsins Theodórs Elmars Bjarnasonar.

Þau voru saman í sextán ár, gift í þrettán, og eiga tvö börn saman.

Vísir greindi frá sambandsslitum þeirra á þriðjudaginn og kom fram í fréttinni að „sést hefur til Theodórs Elmars í samkvæmislífinu upp á síðkastið og á stefnumótaforritum.“

Pattra tjáði sig um fréttina í story á Instagram í gær og sagði vinnubrögð miðilsins með öllu óskiljanleg.

„Finn mig knúna til þess að tjá mig aðeins um þessa óvandaða frétt á Vísi um mig og mína fjölskyldu. Fyrir það fyrsta er með öllu óskiljanlegt að vilja fjalla um einkamál milli tveggja aðila en að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur! Að taka einn einstakling fyrir úr sambandi og blása upp hans einkamál fyrir alla að sjá… Þjónar ekkert nema særandi tilgangi og vert að hafa í huga að við eigum barn í grunnskóla sem gæti orðið fyrir áhrifum af þessum skrifum,“ sagði hún.

„Ég hafði samband við aðilann sem stendur við þessu og bað hann af einlægni að íhuga þessi skrif. Allra helst barnanna vegna og hann breytti litlu sem engu í þessari ómerkilegu grein. Ég er orðlaus á þessum vinnubrögðum, getum við vandað okkur betur??!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“

Ástralskur áhrifavaldur smakkaði KFC á Íslandi – „Þetta er málið með íslenskan mat“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar

Grænland geymir mestu ráðgátu Norðurlandasögunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“