

Þau voru saman í sextán ár, gift í þrettán, og eiga tvö börn saman.
Vísir greindi frá sambandsslitum þeirra á þriðjudaginn og kom fram í fréttinni að „sést hefur til Theodórs Elmars í samkvæmislífinu upp á síðkastið og á stefnumótaforritum.“
Pattra tjáði sig um fréttina í story á Instagram í gær og sagði vinnubrögð miðilsins með öllu óskiljanleg.
„Finn mig knúna til þess að tjá mig aðeins um þessa óvandaða frétt á Vísi um mig og mína fjölskyldu. Fyrir það fyrsta er með öllu óskiljanlegt að vilja fjalla um einkamál milli tveggja aðila en að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur! Að taka einn einstakling fyrir úr sambandi og blása upp hans einkamál fyrir alla að sjá… Þjónar ekkert nema særandi tilgangi og vert að hafa í huga að við eigum barn í grunnskóla sem gæti orðið fyrir áhrifum af þessum skrifum,“ sagði hún.
„Ég hafði samband við aðilann sem stendur við þessu og bað hann af einlægni að íhuga þessi skrif. Allra helst barnanna vegna og hann breytti litlu sem engu í þessari ómerkilegu grein. Ég er orðlaus á þessum vinnubrögðum, getum við vandað okkur betur??!!“