

Vatíkanið birti í vikunni lista yfir þær fjórar kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá páfanum. Það kemur kannski ekki á óvart að engar spennu- eða hryllingsmyndir rata á lista páfans og eru þær flestar hjartnæmar og vandaðar.
Samkvæmt Vatíkaninu er búist við að listinn verði umræðuefni þegar páfinn tekur á móti um það bil 30 Hollywood-stjörnum í Vatíkaninu á næstunni.
Hér má sjá lista Leó:
Það er kannski engin furða að þessi klassíska jólamynd hafi komist á listann en hún er af mörgum talin ein besta mynd kvikmyndasögunnar. Hún ber fram skilaboð um von, þar sem aðalpersónunni er aftrað frá því að svipta sig lífi af verndarengli.
Glaðleg og uppörvandi söngleikjadrama í leikstjórn Robert Wise. Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um Maríu von Trapp sem tekur að sér uppeldi sjö óstýrilátra barna sjóliðsforingjans Georg Von Trapp.
Life Is Beautiful (La vita è bella, 1997) er ítölsk kvikmynd eftir Roberto Benigni sem leikur jafnframt aðalhlutverkið. Hún sameinar gamanleik og harmleik á einstakan hátt og fjallar um líf, ást og von í skugga helfararinnar.
Þetta er fyrsta myndin sem Robert Redford leikstýrði og byggir hún á samnefndri skáldsögu Judith Guest. Eftir að eldri sonur þeirra deyr í slysi reynir bandarísk millistéttarfjölskylda að takast á við sorg, sektarkennd og brostin fjölskyldutengsl þegar yngri sonurinn glímir við afleiðingar harmleiksins.