fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Fókus
Laugardaginn 15. nóvember 2025 20:30

Leó páfi elskar góðar kvikmyndir. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Francis Prevost, betur þekktur sem Leó fjórtándi, er mikill áhugamaður um kvikmyndir. Leó var kjörinn páfi þann 8. maí síðastliðinn eftir andlát Frans páfa.

Vatíkanið birti í vikunni lista yfir þær fjórar kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá páfanum. Það kemur kannski ekki á óvart að engar spennu- eða hryllingsmyndir rata á lista páfans og eru þær flestar hjartnæmar og vandaðar.

Samkvæmt Vatíkaninu er búist við að listinn verði umræðuefni þegar páfinn tekur á móti um það bil 30 Hollywood-stjörnum í Vatíkaninu á næstunni.

Hér má sjá lista Leó:

It’s a Wonderful Life, 1946

Það er kannski engin furða að þessi klassíska jólamynd hafi komist á listann en hún er af mörgum talin ein besta mynd kvikmyndasögunnar. Hún ber fram skilaboð um von, þar sem aðalpersónunni er aftrað frá því að svipta sig lífi af verndarengli.

The Sound of Music, 1965

Glaðleg og uppörvandi söngleikjadrama í leikstjórn Robert Wise. Myndin gerist á fjórða áratug síðustu aldar og fjallar um Maríu von Trapp sem tekur að sér uppeldi sjö óstýrilátra barna sjóliðsforingjans Georg Von Trapp.

Life is Beautiful, 1997

Life Is Beautiful (La vita è bella, 1997) er ítölsk kvikmynd eftir Roberto Benigni sem leikur jafnframt aðalhlutverkið. Hún sameinar gamanleik og harmleik á einstakan hátt og fjallar um líf, ást og von í skugga helfararinnar.

Ordinary People, 1980

Þetta er fyrsta myndin sem Robert Redford leikstýrði og byggir hún á samnefndri skáldsögu Judith Guest. Eftir að eldri sonur þeirra deyr í slysi reynir bandarísk millistéttar­fjölskylda að takast á við sorg, sektarkennd og brostin fjölskyldutengsl þegar yngri sonurinn glímir við afleiðingar harmleiksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“