fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Fókus
Mánudaginn 10. nóvember 2025 09:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona segir frá dapurlegu atviki sem eiginmaður hennar varð vitni að hjá Bónus í Norðlingaholti í gær. Konan greindi frá þessu nafnlaus í Facebook-hópnum Mæðra Tips. Þar sem um nafnlausa færslu er að ræða ber að taka frásögninni með mátulegum fyrirvara.

Hún segir að atvikið hafi skeð um klukkan 18:00 í gær.

„Maðurinn minn kom him úr Bónus Norðlingaholti og sagði mér frá því að hann hafi séð tvo stráka á tali sem greinilega voru skólafélagar/bekkjarfélagar. Annar strákurinn var litaður strákur hinn hvítur. Hvíti strákurinn var þarna með mömmu sinni,“ segir hún.

Konan segir að samskiptin hafi verið á þann máta að það hafi verið heppilegt fyrir móðurina að hún hafi ekki verið þarna, því hún hefði látið hana heyra það.

„En maðurinn minn sem líka er litaður hefur lært það, þótt íslenskur sé, að blanda sér ekki inn í neitt, svo mikill er rasisminn hér á landi. Allavega hvíti strákurinn er svoleiðis að úthúða litaða drengnum: „You are the ugliest kid in class“, „the ugliest kid in school“, „fat black pig“ og önnur ógeðsleg rasísk ummæli. Á meðan þessu stendur STENDUR ÞÚ MÓÐIR DRENGSINS Í SÍMANUM OG SKIPTIR ÞÉR EKKERT AF?! Þú ert vandamálið.

Að foreldri standi hjá og horfi upp á barnið sitt koma svona fram við annað barn er vandamál þessa samfélags í dag, þú og svo margir aðrir foreldrar eru vandamálið, því börn læra það sem fyrir þeim er haft!“

Hún segir að drengurinn hafi gengið brotinn í burtu. „Með sár sem líklegast gróa aldrei. En þú kæra móðir misstir allavega ekki sekúndu úr tiktokinu sem þú varst límd upp við að horfa á.“

Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 330 mæður brugðist við henni þegar fréttin er rituð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld