

Hún segir að atvikið hafi skeð um klukkan 18:00 í gær.
„Maðurinn minn kom him úr Bónus Norðlingaholti og sagði mér frá því að hann hafi séð tvo stráka á tali sem greinilega voru skólafélagar/bekkjarfélagar. Annar strákurinn var litaður strákur hinn hvítur. Hvíti strákurinn var þarna með mömmu sinni,“ segir hún.
Konan segir að samskiptin hafi verið á þann máta að það hafi verið heppilegt fyrir móðurina að hún hafi ekki verið þarna, því hún hefði látið hana heyra það.
„En maðurinn minn sem líka er litaður hefur lært það, þótt íslenskur sé, að blanda sér ekki inn í neitt, svo mikill er rasisminn hér á landi. Allavega hvíti strákurinn er svoleiðis að úthúða litaða drengnum: „You are the ugliest kid in class“, „the ugliest kid in school“, „fat black pig“ og önnur ógeðsleg rasísk ummæli. Á meðan þessu stendur STENDUR ÞÚ MÓÐIR DRENGSINS Í SÍMANUM OG SKIPTIR ÞÉR EKKERT AF?! Þú ert vandamálið.
Að foreldri standi hjá og horfi upp á barnið sitt koma svona fram við annað barn er vandamál þessa samfélags í dag, þú og svo margir aðrir foreldrar eru vandamálið, því börn læra það sem fyrir þeim er haft!“
Hún segir að drengurinn hafi gengið brotinn í burtu. „Með sár sem líklegast gróa aldrei. En þú kæra móðir misstir allavega ekki sekúndu úr tiktokinu sem þú varst límd upp við að horfa á.“
Færslan hefur vakið mikla athygli og hafa yfir 330 mæður brugðist við henni þegar fréttin er rituð.