fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, var ansi hrifin af fyrsta þættinum af Felix og Klöru sem sýndur var á RÚV á sunnudagskvöld.

Um er að ræða íslenska leikna þáttaröð um fyrrverandi tollvörðinn Felix sem flytur ásamt eiginkonu sinni, Klöru, í þjónustuíbúð fyrir aldraða í Reykjavík.

„Á meðan Klara nýtur frelsisins rankar Felix við sér í innihaldslausum hversdagsleika eftir langa starfsævi og leitar tilgangs,“ eins og segir í kynningu fyrir þættina á vef RÚV.

Kolbrún skrifar fjölmiðlapistil um fyrsta þáttinn í Morgunblaðið í dag og ef marka má skrif hennar var hún ánægð með byrjunina.

„Við verðum að horfast í augu við þá óþægilegu staðreynd að karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir. Engin ástæða til að velta sér upp úr því, þeir eru bara þarna,“ segir Kolbrún og bætir svo við að enginn túlki leiðinlega karlmenn betur en Jón Gnarr.

„Hann gerði það sem Georg Bjarnfreðarson og nú skapar hann nýjan leiðindagaur í þáttunum Felix og Klara sem RÚV sýnir á sunnudagskvöldum,“ segir Kolbrún sem rifjar upp nokkur fyndin atriði úr fyrsta þættinum.

„Felix hélt einræðu yfir nýjum kaupendum íbúðar hans og eiginkonunnar. Ungmenni fengu fyrirlestur um það hvernig eigi að losa sig við tóma dós. Felix vildi ólmur nýta gamla og skítuga úlpu sem hann fann á víðavangi. Mjög fyndið en um leið átakanlegt því Felix gerir sér enga grein fyrir því hversu þreytandi hann er.“

Kolbrún bendir enn fremur á að Edda Björgvinsdóttir leiki sárþjáða eiginkonu hans og túlki hana afar sannfærandi.

„Enn er harmur þarna á ferð því Klara hefur eytt áratugum í hjónabandi með manni sem virðist eiga afskaplega erfitt með að gleðjast yfir lífinu. Gervi Jóns Gnarr er svo kapítuli út af fyrir sig og ekki hægt að hrósa því nægilega. Ljósvakahöfundur er afar hrifinn og bíður spenntur eftir næsta þætti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“

„Mörgum finnst að ég geti alveg gefið þeim peninga eða að það þurfi ekki að borga til baka. Þannig hef ég tapað vinum.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd

Þegar mamma mín dó – Einlæg og persónuleg frásögn af sorg, söknuði og sektarkennd