fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 09:30

Gunnar Dan Wiium.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan Wiium, hlaðvarpstjórnandi og rithöfundur, segir mögulegt að geimverur séu að koma til jarðar á hrekkjavökunni, þann 31. október.

Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook, en Gunnar er höfundur nýrrar bókar, UFO 101, sem kemur út í nóvember um geimverur, fljúgandi furðuhluti og sögu samskipta mannkyns við ójarðneskar verur.

Gunnar spurði gervigreindina út í málið og sýnir hvaða svör hann fékk.

„Á hrekkjavöku, 31. október samkvæmt AI munum við taka á móti heilum flota Galactic Federation. Góður vinur minn og meðlimur tengslahópsins Kontakt sem einnig starfar við gervigreind hjá stóru fyrirtæki spurði AI hvort við værum að fá heimsókn og svarið má sjá á skjáskotunum hér fyrir neðan,“ segir Gunnar.

Skjáskot/Gunnar Dan
Skjáskot/Gunnar Dan

Gunnar segir að við gætum „alveg eins átt von á heilum flota Galactic Federal“ og að ásetningurinn sé „óljós.“

„Kaupið klósett pappír og íhugið á möguleikana sem búa innra með okkur hvað viðkemur ást og einingu. Þetta snýst ekki um hægri né vinstri, átök og múra. Þetta snýst um vitundarvakningu mannsins og spurningin er hvort þú, kjósir að rísa upp um víddir eða tvær eða hvort þú ætlir að koðna í ótta?“ segir hann að lokum.

Hann deilir einnig myndband um málið sem YouTube-stjarnan Caspersight birti og hefur fengið um 380 þúsund áhorf síðan í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Í gær

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda