Lagið Borgarinn er komið út með Veitunni og Eiríki Haukssyni.
Lagið er endurgerð lags sem kom út á samnefndri plötu, Borgarinn, árið 1987. Eiríkur Hauksson söng lagið þá og þegar kom til tals að gera nýja útgáfu af laginu var rokkarinn mikli meira en til í að endurtaka leikinn.
Ákveðið var að hafa svona Tower of Power stemningu í nýju útgáfunni, fullt af fönki og lúðrablæstri (fimm saxafónar, trompetar og básúna) að sögn Ingva Þórs Kormákssonar, sem er höfundur lags og texta. Vilhjálmur Guðjónsson útsetti, hljóðritaði og spilaði á öll hljóðfærin.